Skilaboðaskjóðan í uppfærslu ísfirskra ungmenna

Í Edinborgarhúsinu er verið að sýna Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson. Það eru ísfirsk ungmenni sem eru í öllum hlutverkum og sjá um tónlistarundirleik. Sýningin er sett upp af því tilefni að Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er 15 ára.

Krakkarnir voru undir styrkri stjórn fagmanna á öllum sviðum og er árangurinn eftir því - úr varð metnaðarfull og vönduð sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Uppselt hefur verið á allar sýningar en aukasýning hefur verið sett inn í dag (mánudag) kl. 17:00. Næstu sýningar eru svo í kvöld kl. 20:00 (uppselt) og þriðjudagskvöld kl. 20:00 en þá eru lausir miðar.

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að fara og sjá krakkana okkar í þessari skemmtilegu sýningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Daman að sjá að það er líf í menningunni hjá ykkur. Ég var mikið í Litlal Leikklúbbnum í den og er ánægjulegt að leiklistin skuli blómstra enn. Bæði amma mín og afi léku í gamla góðtemplarahúsinu á Ísafirði sem brann (var á planinu framan við núverandi gútttó)

Annars þekki ég þessa sýningu vel, þar sem ég smíðaði alla leikmuni í sýninguna hjá þjóðleikhúsinu og þar á meðal mikið gismó í skjóðuna sjalfa, sem fékk hana til að þenjast út og falla saman efti hentugleikum. Mikið tækniundur hehe.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gama...átti að sjálfsögðu að standa.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband