Að axla ábyrgð með afsögn er bara gamaldags - enginn gerir svoleiðis nútildags.

Við Íslendingar erum moderne. Við erum ekki ein hallærisleg eins og annað fólk í öðrum löndum. Við viljum Íslenskt eins og ein búðin auglýsir - sem selur Hugo Boss. Við kunnum í raun flest svo miklu betur.

Og eitt af því er að vita að "afsögn er gamaldags". Stjórnarliðarnir sitja sem fastast. Það er bara gamaldags lúði - aðkomumaður í Reykjavík - sem segir af sér. Hinir sitja sem fastast og má segja að í raun sé leitt að ekki skuli vera keppt í nautaati hér - Geir og Davíð myndu sitja hvaða naut sem er!

Þess vegna veit ég að ekki verða neinar breytingar í Íslenskri pólitík. Þrátt fyrir að sex þúsund manns mæti á Austurvöll - fimmhundruð á Akureyri og enginn á Ísafirði. Það er nefnilega svo gamaldags að taka ábyrgð.

Við vorum nefnilega í útrás - klædd Hugo Boss og Chanel - þroskinn þó á torfbæjarstigi - héldum að við vissum allt svo miklu betur - hrokafull í "Sumarhúsum" sem brátt urðu að Vetrarhúsum.

Eftir situr þjóð sem betlar ölmusu af nágrönnum sínum - frosin föst á rassgatinu í "túninu heima".

("Sumarhús" og "túnið heima" er fengið að láni hjá Halldóri Laxness).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn orðheppinn.

Guðrún (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, æ, mér er kalt á bossanum

Góður pistill

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki voru það 500 á Akureyri... lögreglan gaf upp 150 manns við talningu. Svona fundir er góðir og gefa skilaboð... en ef ég þekki landa mína rétt hætta þeir þessu þegar kólnar eða jólin nálgast... en vonum það besta

Jón Ingi Cæsarsson, 16.11.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

þakka bara fyrir að vera kona með rasshár í lágmarki...... :þ

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jón Ingi, það var sko kalt á Austurvelli síðasta laugardag,...maður verður bara að klæða sig vel og það kunna flestir Íslendingar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband