Símanúmerið - 456 1414.....hjá Bush - gátan um númerið leyst.

Í nokkur misseri rákum við lítið og sætt veitingahús á Ísafirði - og þar höfðum við símanúmerið 4561414. Í raun er svo sem ekkert um það að segja - að vísu urðum við "heimsfræg" þegar einn af fastagestum okkar Henryk Broder skrifaði um okkur í hinum fræga miðli Der Spiegel - að vísu vefútgáfu - en rosalega frægum samt....

Nú - líklegast hefur Bush lesið pistilinn og séð að símanúmerið okkar er mjög þjált og gott til minnis - enda veitir kalli líklega ekki af því mér hefur sýnst hann heldur hafa fengið naumt skammtað úr aski gáfunnar. En hvað um það - hann tók númerið upp.

Og svo þegar drengurinn ungi ætlaði að hringja og panta borð á Faktorshúsinu fyrir Vestan - líklegast fyrir sig og foreldra sína - þá er ekkert skrítið að opperatörinn ruglist og telji að hann sé að meina "Faktorinn sjálfan" fyrir Westan.....og gefur samband - í 4561414. En þar var auðvitað engan mat að fá - og þegar drengurinn var spurður hvað hann ætti við þá auðvitað vissi hann að Ólafur Ragnar Grímsson er frá Ísafirði og segir því "well, Íafjörður you know.....Ólafur Ragnar Grímsson the president ....you know".....og uppúr því hefst mikil sápa......og allt út af númerinu sem Bush virðist hafa stolið númerinu okkar.......

Já - ekki óraði manni fyrir að frægðarsól Faktorshússins myndi rísa þetta hátt - en aðeins of seint fyrir okkur í það minnsta - við erum hætt þó ennþá sé auðvitað hægt að fá gistingu í húsinu góða - og ekki úr vegi fyrir að fólk bara panti sér í "the president suite".....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, 456-1414, minnti að það hefði verið 1919. Ég borðaði á þessu dásamlega veitingahúsi á Ísafirði fyrir tveimur til þremur árum og benti stúlku þar á að þar væri sama símanúmer og í Hvíta húsinu. Hún vissi það. Heyrði nefnilega Tvíhöfða þylja upp númerið í útvarpinu þegar þeir hringdu stöku sinnum í þetta númer til að kvelja liðið sem svaraði. Þeir gengu þó ekki jafnlangt og Vífill.

Annars held ég að þetta sé rétt ágiskun hjá þér ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.12.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband