Hetjulegri baráttu er lokið - eftir stendur minning um góðan vin.

krossÞetta er búinn að vera erfiður dagur.Ég hef í nokkrum bloggum sagt frá hetjulegri baráttu þess góða pilts sem í dag varð að játa sig sigraðan af vágestinum krabbameininu.

Í tæpt ár hefur Kristján barist fyrir lífi sínu - stundum gengið vel en að lokum varð hann líklegast hvíldinni feginn - því baráttan var erfið og á stundum sársaukafull - það var því huggun harmi gegn að sjá hve mikil ró ríkti yfir Kristjáni þegar hann hafði kvatt þennan heim - laus við verki og vanlíðan.

Og sterkur var hann Kristján, aldrei, ekki einu sinni, hef ég heyrt Kristján kvarta og þegar hann var sem veikastur brosti hann og sagði: "þetta er allt að koma - það hafa margir það mun verra en ég". Svona var minn kæri vinur.

Í fyrsta sæti setti Kristján ávallt fjölskyldu sína og vini. Alltaf heilsaði hann mér með orðunum "sæll, hvernig hefur þú það og fjölskyldan?" og ósjaldan vildi hann fá að vita hvað hann gæti fyrir mig gert - slíkur vinur var Kristján. Og aðstoð veitti hann mér - sem ég fæ seint þakkað.

Nú ætla ég að leyfa mér að syrgja vin minn - rifja upp skemmtilegar minningar og biðja guð að styrkja fjölskyldu hans.

Blessuð sé minning míns góða vinar Kristjáns Sverrissonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar samúðarkveðjur, Þorleifur minn.

                                                                              Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:14

2 Smámynd:  KBH

Langar að votta þér samúð mína Tolli. Mér hefur sýnst á skrifum þínum að þú hafir ekki verið síðri vinur hans. Það eru oft þung skref að ganga með veikum, ljúfsárar stundir sem rífa í hvað eftir annað.

Með kærri kveðju,

Katrín Brynja Hermannsdóttir

KBH, 24.8.2007 kl. 18:55

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég samhryggist þér Tolli minn - um leið og ég votta fjölskyldu hans,samúð mína.

Þú varst honum góður vinur og ég þykist vits að það var honum ómetanlegt á hans erfiðu stundum að eiga góða að, ekki síst þig.

Hafðu þökk fyrir það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.8.2007 kl. 21:24

4 identicon

Ég vil votta vinum Kristjáns og fjölskyldu samúð mína og bið guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Arna Ágústsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til þín Tolli minn og til fjölsk. Kristjáns.

Ég veit hvað það er sárt og ósanngjarnt að missa góðan vin í blóma lífsins.

Kveðja úr Eyjum. 

Arna Ágústsdóttir, 25.8.2007 kl. 00:08

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég samhryggist þér Tolli minn og votta fjölskyldu Kristjáns samúð mína.

Kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 25.8.2007 kl. 01:05

7 Smámynd: Linda

Ég votta þér mína innilegustu samúð, skelfilegt að þurfa missa vini.  Guð verði með þér á þessari erfiðu stund sem og alltaf.

Linda, 25.8.2007 kl. 04:07

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Samhryggist þér og þínum kallinn minn, og samúðarkveðjur til fjölskyldu vinar þíns.

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 26.8.2007 kl. 02:20

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Samúðarkveðjur. Ylfa Mist

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.8.2007 kl. 11:12

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega er tómarúm þar sem Kristján var.  Góður drengur og vildi öllum vel.  Ég man vel eftir í fyrra, þegar ég handleggsbrotnaði og var búin að bjóða fullt af fólki í mat.  Þetta er ekkert mál sagði Kristján hér hefurðu kokk sem getur hlaupið í skarðið.  Og nema hvað, hann eldaði allan matinn, sá um innkaupinn og gerði allt sem gera þurfti, meira að segja hjálpaði mér að komast í sturtu.  Það var sko ekkert mál.  Þetta hefðu ekki allir leikið eftir.  En þessi ljúfi drengur var með bros á vör og sá um allt saman.  Ég hugsa til hans með hlýju og þökk, og ég vil nota tækifærið og senda konunni hans og börnum mínar innilegustu samúðarkveðjur.  Þau hafa misst mikið.   En þau hafa líka verið rosalega dugleg í erfiðri baráttu.  Leitt að litli sonurinn fær ekki að njóta pabba síns lengur en þetta.  Blessuð sé minning góðs drengs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband