Ef þú hefur verið í vafa um náttúrufegurð Vestfjarða - skoðaðu þetta.

Ég fór í stórkostlega ferð með Frigga Jó úr Grunnavík í gær - við sigldum hópi Ísraela norður í Hornvík - blíðskapar veður og fegurðin stórbrotin. Sjófuglar í björgum og snjórinn að hörfa - hvönnin farin að gægjast upp. Ég læt myndirnar tala sínu máli - eins skulu þið kíkja á myndbandsbúta hér til hliðar. Skoðið endilega http://www.grunnavik.is

SP_A0118Horft til norðurs - í fjarska er Jörundur og Kálfatindur. SP_A0116Hornbjarg er stórfenglegt.

SP_A0115Hér má sjá Súlnastapa undir Hælavíkurbjargi.

SP_A0113Tignarlegur stendur Súlnastapinn - þétt setinn fugli.

SP_A0105Múkkinn - besti vinur sjómannsins flaug með okkur til halds og trausts.

SP_A0129Kapteinn Friggi - Með Hornbjargið í baksýn - Tveir tignarlegir toppar fyrir Vestan. Patti frá Geirastöðum er skipstjóranum á hægri hönd.

SP_A0097Ekki amalegt myndefni þetta - nóg um það.

SP_A0093Straumnesviti í öllu sínu veldi - í fjarska er Riturinn. SP_A0098Og ekki má gleyma Kögur - þó ílla hafi reynst Álfellsbræðrum að skíra línubát í höfuðið á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er hvergi fallegra En á Vestfjörðum. Mjög flottar myndir. Ég keyrði út um allt þarna sl. sumar.  Fór á Rauðasand, aðeins 10 km stóð á skiltinu. Ekkert mál sagði ég við manninn minn,,bara eins og að keyra frá Garðabæ til Reykjavíkur". Það var nú svoldið öðruvísi ég var vægast sagt hrædd skal ég segja þér.  En fallegri stað hef ég aldrei séð. Var að leita að bænum Láganúpi, sem amma fæddist á 1975 svo var hann ekki þar heldur í næstu vík.  Ekki tók betra við. Ég fann bæinn samt:)

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.5.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Flottar myndir.

Ég stefni á Skálavíkina í sumar, þar er gott að vera.

Telma Hrönn Númadóttir, 30.5.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Hrikalega fer um mann kaldur hrollur að sjá þessar myndir frá þér Þorleifur, bæði af öfund og líka af tilhugsuninni að fá að vera tjaldbúi á þessum stórkostlega stað á þessum árstíma. Friggi er flottur með Hornbjargið í baksýn - frábærar myndir!

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Kíkið endilega á http://www.grunnavik.is Friggi tók fullt af myndum - ég var bara með símann minn og því voru kannski myndirnar ekki eins góðar og ég vildi.

Þorleifur Ágústsson, 30.5.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband