Að fæðast í röngum líkama - sönn saga úr Vestfirskri sveit.

Nú er það ljóst að hún Salka mín er fædd í röngum líkama - er Border Collie en þolir ekki rollur. Ég lét taka blóðprufu úr henni - sendi til Ameríku og viti menn, Salka er enginn sveitahundur! Nei Salka mín "jú ar nó kántrígörl".

Hvað get ég gert - tíkin þolir ekki rollur - illa hesta og fæstar grastegundir. Hún er týpísk "sittí görl". Já það er ekkert grín að vera smalahundur með ofnæmi fyrir rollum. Ég held að vísu að hún sé sátt við kynið - í það minnsta setur hún sig í gríðarlega flottar stellingar þegar hún kastar af sér vatni - svona hálfgert splitt með þungann á framlöppunum - líklega er til eitthvað fagheiti á þessu sem ég kann ekki að nefna - En hún hefur engan áhuga á staurum eða brunahönum - úff eins gott. Nægileg er niðurlægingin að hnerra í hver skipti sem hún sér rollu - eða tárfella yfir tölthesti. 

Já svona gerist þegar læknavísindin fara að skipta sér af og ég dauðsé eftir því að hafa sent Sölku í blóðprufuna - nú finnst mér ég vera með sjúkling í eftirdragi - Salka mín þetta og Salka mín hitt. Nei maður á ekki að vorkenna hundum - maður á að vera góður við þá - en aldrei vorkenna. það á heldur ekkert að berja þá - en skamma og láta hlýða það er málið - jafnvel hundskamma þá. En núna er Salka auðvitað afsökuð - með ofnæmi fyrir hinu og þessu - rollum og hveiti - kakkalökkum og truntum. Já hún má ekki einu sinni fá sér pizzasneið - og ég sem hélt alltaf að hún fengi bara drullu af pizzunum á Greifanum hjá Palla vini mínum á Akureyri - neibb, hún þolir bara ekki ger.

já það er vandlifað að vera í vitlausum líkama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband