Íslendingar - hættið þessu helvítis kjaftæði um siðferði - þetta orð er orðið að orðskrípi í íslenskri tungu!

Það er oft sagt að ekkert skyggi betur á raunveruleg vandamál en svæsin saga af kvennamanni eða djúsí hjónaskilnaði.

Og þar förum við íslendingar auðvitað fremstir í flokki. Erum þjóða fljótust að missa sjónar á því sem skiptir máli og hella okkur yfir það sem engu skiptir - eða að minnsta kosti minna.

Nú galdraði einhver snillingurinn fram sögu af ræfils KSÍ manni sem sofnaði svefni hinna réttlátu á óheppilegum stað - svaf á verðinum og var féflettur. Á erlendum klámstað - þar sem svefndrukkinn rataði inn og féll í mjúkan sófa - rotaður eftir erfið fundahöld íslenskri knattspyrnu til framdráttar!

Og allt varð vitlaust - allir gleymdu því að maðurinn er búinn að greiða allt til baka - og ekki nóg með það - hann viðurkennir að hafa verið á staðnum þótt sofandi verið.

En hvað með hina - hvernig færi ef allir þátttakendur í þessu hruni borguðu nú þó ekki væri nema helming til baka - værum við þá ekki betur stödd? En - nei.... sé reiknað út frá fjárhagslegum skaða þá er ljóst að sá graði sem fylgdi líkamlegum hvötum sínum - náttúrulegum hvötum sem enginn ræður yfir - og sem magnast með hverjum drykk - er búinn að fá skrilljón-margfalda meiri útreið en hinir stóru syndarar þessa lands!

Ég held að við íslendingar ættum að leggja tvö orð á hilluna: 1) siðferði, en það orð skiljum við ekki - kunnum að skrifa það en ekki meira. 2) fyrirgreiðsla, en það orð nota bankarnir þegar þeir lána peninga og blóðmjólka svo lántakann það sem eftir er.

Og svona til að taka þátt í súlustaðaumræðunni - þá man ég hér um árið þegar ég bjó í útlöndum og stundaði nám. Stundum leiddist manni afskaplega og þá sérstaklega þegar maður heyrði í félögum sem skemmtu sér saman og áttu góðar stundir. Eitt kvöld þegar ég sat einn í lítilli stúdentsholu þá hringdi ég í félaga minn - og viti menn hann var staddur niður í Austurstræti ásamt félögum sínum - nánar tiltekið var hann fyrir utan Óðal - þó ekki á leið þar inn - akkúrat þegar ég hringi. Í gríni bið ég hann að rétta dyraverðinum símann - sem hann og gerir. Á þeim tíma rak þennan merka stað maður sem ég kannast við - og sagði ég við dyravörðinn ákveðið að ég væri sá hinn sami - að ég væri í útlöndum og að þessi maður sem rétt hefði símann ætti að fá að fara inn og njóta allra þeirra lystisemda sem staðurinn hefði upp á að bjóða - og ekkert múður - hann væri bissness mógúll! Að vísu gekk félagi minn iðulega í lopapeysu og tréklossum - en hvað um það - þetta var löngu fyrir 2007 þegar menn voru meira svona - "thinker" ekki "doer".

Mínum manni er umsvifalaust svipt inn ásamt félögunum - af vöðvastæltum manni sem í einfeldni sinni og foringjahollustu trúði mér í einu og öllu.

En nóg um það - minn maður sofnaði ekki og kom út með kortið ósnert - ólíkt - öðrum líkamspörtum sem á honum héngu.

Svo - ég segi - sá sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jahá, en hvernig eigum við að vita hver er syndlaus ef við megum ekki hafa siðferðilega mælistiku ....?    Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.11.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Gerum eins og í Meistaradeildinni...fáum utanaðkomandi dómara til að stjórna þessu rugli.....!

Þorleifur Ágústsson, 12.11.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

EEESSSBBB eða hverja???

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.11.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Um leið og ég ýtti á enter vissi ég af þessu svari þínu eða spurningu. Kannski er ég skygn. En til hvers að nota mælistiku sem enginn kann að nota - það hlýtur að vera uppskrift á vandræði - líkt og reynslan er hér. Við eigum frekar að taka upp mælieiningu sem við ráðum við. Hví ekki gamla skalan - ágætur;góður;sæmilegur;lélegur......og svo ruslflokkinn "vondur".?

Þorleifur Ágústsson, 12.11.2009 kl. 07:58

5 identicon

hahaha, man eftir þessu símtali frá þér um árið, ég lét passa sérstaklega uppá lopadrenginn en kortum alla hinna drengjanna var rústað, eðlilega, þú baðst mig ekkert um fara vel með þá....

Viðar Þórarins (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 09:08

6 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Góður Viðar ;)

Þorleifur Ágústsson, 12.11.2009 kl. 09:38

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætli þjóðin vilji ekki ráða því sjálf um hvað hún hugsar og talar hverju sinni.

Og fleiri sem hafa komið henni á kaldan klaka en nokkrir "útrásarvíkingar".

Til dæmis þeir sem hafa eytt gjaldeyri í stórum stíl í tóma vitleysu í útlöndum undanfarin ár og þar á meðal einhverjir vitleysingar með kreditkort á kostnað almennings, hvort sem þeir hafa verið að skoða kynfæri á öðru fólki eður ei.

Það held ég nú.

Þorsteinn Briem, 12.11.2009 kl. 16:34

8 identicon

kynfæraskoðunarferð,,,,þetta hjómar mjög vel,og ætti að lægja allar öldur,,ein rósin í ferðaþjónustuna.

Júlíus kristjánsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:42

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steini, er ekki nær að kalla þetta þvagfæraskoðun?  Setur einhvernveginn vísindalegri blæ á fyrirbrigðið. Vísindarannsóknir eru ekki ókeypis og enginn skal þræta fyrir að þesskonar rannsóknir séu ekki mannkyni til framdráttar.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 18:26

10 identicon

Jæja Þorleifur, það kom að því að við værum sammála.

Þetta er mein íslensku þjóðarsálarinnar í hnotskurn og af viðbröðum sem þú hefur fengið mjög rótgróið mein

E.Haf. (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband