Leyndardómar Sundhallarinnar á Ísafirði.

Mikil mistík - dulúð - er umvafin Sundhöllina á Ísafirði - og fer stigmagnandi. Fáir sundpollar bera eins stórt nafn. Og fáar sundlaugar eru eins torsóttar. Það er nefnilega ekki heiglum hent að komast í sund á Ísafirði - ekki fyrir lifandi almenning. Að vísu eru ágætar sundlaugar í nágrannabæjum og þeim til sóma. En sjálf Sundhöllin með sínu ágæta starfsfólki er torsóttari.

Oftar en ekki lokuð. Viðgerðir. Málningarvinna. Sundæfingar. Skólasund. Guð má vita hvað.

Og það nýjasta. Lokað vegna viðhalds. Ekki er farið nánar út í það. Ekki sagt hver stakk af með viðhaldinu eða hvort bara allir stungu af og skildu laugina eftir mannlausa.

Maður náttúrlega spyr sig hvernig farið er að í öðrum bæjarfélögum - á öðrum sundstöðum sem bera óæðra nafn. Þar er alltaf opið. Ekkert viðhald. Ekkert vesen. Bara opið.

Bara opið fyrir þá sem vilja synda - baða sig og stunda gufuböð.

En á Ísafirði. Nei. Þennan stutta tíma sem laugin er opin allan daginn fyrir almenning - þessa ríflega tvo mánuði á sumri - opin fyrir gesti og gangandi - ferðamenn og aðra - þá loka þeir í heilan mánuð. Vegna viðhalds. Og það ekker skilgreint frekar. Allt slökkt - enginn að gera við - enginn sjáanlegur venjulegu fólki.

Heitir þetta ekki bara rugl á íslensku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill og passlega beittur.

Ottó Þórðarson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Þetta er glatað með þessa sundlaug á ísafirði, hún er nánast alltaf lokuð þegar ég kem í minn heimabæ, en síðan líka finnst mér þetta bara léleg sundlaug.

þeir ættu að byggja aðra laug, en það er víst erfitt vegna þess að ísafjarðarbær er nánast á hausnum.

Arnar Bergur Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

ég ætlaði að nýta mér sundlaugina í sumar á morgnana áður en ég færi í vinnu. Nei þá var ákveðið að breyta opnunartímanum.

Samt var hægt að opna snemma á Þingeyri.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 19.8.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband