Að kjósa mann ársins - undarlegt mat á eiginleikum.

Verið var í sjónvarpinu á stöð tvö (að mig minnir) að kjósa um hver væri maður ársins. Ársins tvö þúsund og átta þegar allt fór til helvítis - og svo voru helvítin sjálf fengin til að hreinsa upp skítinn.

En hvað um það. Ekki ætla ég nú að setjast í dómarasæti. En halló - rætt var þar við leikarann geðþekka Felix Bergsson - og hann kaus Ingibjörgu Sólrúnu. Og af hverju - jú hún gekk í gegnum erfið veikindi - og kom svo sterk til leiks.....hm jamm...jæja.

Hvernig í ósköpunum getur það verið henni til framdráttar að veikjast? Er það eitthvað nýtt? Margir deyja af völdum sjúkdóma á ári hverju - og lítið sem ekkert fjallað um það góða fólk.

Og hvað í ósköpunum hefur Ingibjörg gert til að laga ástandið? Ég bara spyr....hefur hún eitthvað gert? 

Ég bara spyr....hvað hefur hún gert af viti síðustu mánuði...?!!

Frekar en aðrir stjórnarliðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Já þetta er undarlegt val. Ég mun allavega ekki gefa henni mitt atkvæði í næstu kosningum, hún fékk það síðast en ekki meir.

Mér dettur í hug Ólafur Stefánsson sem val á manni ársins.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 31.12.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hún er skrýtin þessi tilvera sem við búum í    Hvar eru þeir sem hafa lægstu launin í þessu landi,eða hafa sama og ekkert til að lifa af? Við Íslendingar erum svo fljót að gleyma. Þorleifur, þetta er eins og talað út frá mér þessar hugleiðingar þínar hér að ofan. Stundum get ég orðið svo reið, já og mér verður bara óglatt, þegar ég sé hvernig við Íslendingar smjöðrum fyrir sumu fólki.

Gleðilegt nýtt ár ! 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:20

3 identicon

Það yrði það síðasta sem ég myndi gera að kjósa Ingibjörgu sem mann ársins, Felix hlýtur að hafa verið á lyfjum þegar hann sagði þetta

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:57

4 identicon

'Ég segi sama mitt athvæði fá ekki þeir sem þykjast vera að taka til i ósómanum .litill árangur sést ennþá sigr.

sigridur aðalsteins (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:39

5 identicon

Stockholmsheilkennið er þekkt fyrirbæri fórnarlamba kúgara sem fara að dýrka

dýrka kvalara sinn eftir ákveðinn umgengnistíma.

Hannes Hólmsteinn er gott dæmi um hvernig heilkennið getur leikið fólk grátt.

 Hver eru aftur lögin við landráði?

Verður fólk kannski kosið sem maður ársins fyrir vikið?

S.Þ.R (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband