Okkur íbúum þessa lands hlýtur að verða gert kleift að segja okkar skoðun með kosningum á næsta ári - annað er bara ekki hægt!

Mér finnst staðan vera einhvernvegin svona - í einfölduðu máli.....

Stjórnvöld kenna bönkunum um sem kenna vöxtum og krónunni um sem er seðlabankanum að kenna sem er stjórnað af stjórnvöldum um sem kenna ytri aðstæðum um sem segjast hafa bent íslenskum stjórnvöldum á vandann sem er að finna hjá útrásarmönnum sem fjárfesta í útlöndum af því að ísland er of lítið sem þó á að gangast í ábyrgðir fyrir þá sem þeir neita svo að axla sjálfir sem yfirfærist á okkur íbúana sem ráðum ekki við það og veltum því yfir á börnin okkar.

Eftir standa þeir sem stýrðu ferðinni moldríkir ennþá og algjörlega með siðleysið skínandi úr andlitinu - orðum og æði - reysa sér hallir innanlands sem utan - aka og fljúga um á ofurfarartækjum - í klæðskerasaumuðum fötum....

Eftir stöndum við sem vitum ekkert hvað verður í framhaldinu - hvort við eigum í okkur og á - hvort við höfum vinnu á næstunni - getum átt húsin okkar eða bílana - búið okkar nánustu örugga æfi...

ÉG SEGI: VIÐ VERÐUM AÐ KLÁRA MÁLIÐ Á NÆSTA ÁRI MEÐ KOSNINGUM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Bjarnason

Tolli, við þurfum ekki núna að fá einhverjar "kosningaaðgerðir" til að bjarga því sem bjargað verður.  Slíkar aðgerði hafa ekki reynst vel og eru oftast nær svipaðar því að pissa í skóinn til að halda á sér hita.

Vissulega er ég sammála því að það þarf að skipta um mannskap í brúnni, það hefði átt að vera búið að því fyrir nokkrum árum.

Björn Bjarnason, 25.10.2008 kl. 17:41

2 identicon

Það yrði algert rugl að kjósa núna því miður. En það ætti samt að skipta um lið í fjármálageiranum þá er ég að tala um eftirlit og seðlabanka. Við njáum greifunum á endanum

Guðrún (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Hjalti Árnason

Þá sting ég uppá að þú bjóðir þig fram. Hann er ekki svo gróskumikill garðurinn sem íslensku stjórnmálamennirnir eru reyttir úr. Þú virðist hafa eitthvað til málana að leggja og einhverjir verða að taka við af þeim sem fara!

Hjalti Árnason, 25.10.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Kosningar á næsta ári eru ekki kosningar núna! Þegar rykið er sest er rétt að endurskoða. Ég tel að við þær aðstæður sem hafa skapast sé nauðsynlegt að stokkað sé á ný - og fólkið spurt: hvað viljið þið?!

Þorleifur Ágústsson, 25.10.2008 kl. 20:23

5 identicon

Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking er úr leik og Framsókn er varla saklaus heldur. Þá er VG eftir, Sjáið fyrir ykkur VG með hreinan meirihluta á Alþingi?

Palli (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband