Þeir eru hataðir...fyrirlitnir og lagðir í einelti - þeir eru minnihlutahópur!

Nýr hópur er kominn inn á borð hjá Fjölmenningarsetri -  

Þetta eru "útrásarvíkingarnir".

Nú ku vera búið að finna lyf við þessu útrásaróeðli - við kvilla sem nefndur er "ótímabær útrás" og viti menn - það er sama lyfið og notað er við getuleysi!

Því mér er tjáð að með aukinni getu heimafyrir minnki útrásarþörfin - eða eins og Paul heitinn Newman sagði: "hví að fara út til að fá sér hamborgara þegar maður á steik heima"!

Já loks er ljós í myrkri þessara manna.

Ein pilla á dag kemur þessu í lag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þeir þurfi örugglega 2 pillur ef ekki 3

Guðrún (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Ert þú að hvetja til þess og réttlæta að minnihlutahópar hér á landi verði lagður í einelti og fyrirlitnir fyrir það eitt að vera minnihlutahópar?    Af yfirskrift þinni og samhengi má skilja svo.  Vona ég að þú eigir fáa formælendur í þeirri afstöðu þinni.

Sú var tíðin að útrás var talin eina leiðin til að auka velsæld á Íslandi.  Fólk var hvatt til að leggjast í víking og leita frægðar og frama í erlendum löndum.

Þegar efnahagskerfi heimsins bíður skipbrot með alkunnum afleiðingum finnst mér lúalegt að leita uppi sökudólga með þeim hætti sem þú gerir. 

Valdimar

Valdimar Hreiðarsson, 24.10.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ljótt er nú ástandið ef menn hafa ekki einhvern húmor fyrir þessu - sjálfur tilheyri ég minnihlutahópi og hef verið stoltur af - svo ekki er ég nú að formæla þeim - það nefnilega vill svo til að ég er LANDSBYGGÐARMAÐUR! Svo slakaðu á Valdimar - dragðu djúpt andann og njóttu þess að vera til - þetta reddast!

Þorleifur Ágústsson, 24.10.2008 kl. 13:04

4 identicon

Ég get nú ekki sagt að Þorleifur sé að hvetja fólk til eineltis við minnihlutahópa Valdimar og það var ekki bara efnahagskerfi heimsins sem setti ísland í þessa stöðu, lestu og kynntu þér málin. Þessa svokallaða minnihlutahópa á að rannsaka og fá utanaðkomandi til þess. Það er málfrelsi hér á landi  og við verðum að gera grín að sjálfum okkur og öðrum það léttir alla lund.

Guðrún (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband