Nú er að þjóðnýta forkólfana!

Það er ljóst að forkólfar bankanna búa yfir gríðarlegri reynslu - reynslu sem verður að nýta vel. Ég lít svo á að þeir séu allir búnir að fá sín laun fyrirfram og verði nú nýttir til að vinna úr mistökunum - enda allt vel menntaðir menn.

Ekki var annað að heyra á Sigurjóni í Landsbankanum en að hann væri nokkuð öruggur um hvað hefði farið úrskeiðis - og því má ætla að hann geti skilað af sér góðri skýrslu um málið - jafnvel tekið að sér kennslu í skólum landsins - svosem eins og næstu tíu árin eða svo - þó svo að fyrirframgreiðsla launanna sé nú nær hundrað árum....

Það sama á auðvitað við um hina stjórana - en ekki má gleyma öllum fjölda framkvæmdastjóra sem voru í þessum bönkum - enginn var maður með mönnum nema að vera framkvæmdastjóri!

En sameiginlegt eiga þeir allir að hafa fengið greitt í mánaðarlaun það sem venjulegt fólk fær greitt fyrir a.m.k. árs vinnu - jafnvel háskólamenntað fólk!

Ég segi - látum þá nú standa vaktina - vinna fyrir laununum og skila af sér einhverju betra en skuldum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skemmtileg pæling hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.10.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Er ekki líka eftir að manna í öll störf í "væntanlega" olíuhreinsistöð vestur á Bíldudal?  Jón Asgeir sagðist vera með lyftarapróf og bankatopparnir ættu að vera nokkuð góðar á takkana eftir áralanga reynslu af áslætti á samlagningavél.  

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 13.10.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Það er verið að sekta fólk fyrir að pissa á almannafæri í Reykjavík - hér erum við að tala um einstaklinga sem hafa skitið á sig og aðra landsmenn - þeir hljóta að þurfa að borga sína "sekt"....eða?

Þorleifur Ágústsson, 13.10.2008 kl. 21:00

4 identicon

Látum þá vinna upp í fyrirframgreiðsluna, og enga níu til fimm vinnu. Væri sniðugt að láta þá í röndótt vinnuföt

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:04

5 identicon

Heyr heyr!!

Jórunn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:54

6 Smámynd: Þórhallur

Það er verst hvað þeir eru óheiðarlegir flestir, það þyrfti einhver að standa yfir þeim svo þeir vinni samkvæmt bókinni.

Þórhallur, 14.10.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband