Hvaða endemis kjaftæði er þetta eiginlega?

Mér finnst vera eitthvað svo mikið kjaftæði á ferðinni þessa dagana.

Að nokkrir þingmenn sofi upp við Elliðavatn frekar en heima hjá sér - ekki svo að maður fagni ekki fyrir hönd makanna sem væntanlega hafa verið guðslifandi fegin að vera laus við þá þó ekki væri nema yfir blánóttina. Guð minn góður - hver vill yfir höfuð sofa hjá til dæmis nöfnunum Árna og Árna....

Að menntamálaráðherra taki sér dagpeninga í skemmtiferð til Kína og lendi í hreint farsakenndum aðstæðum í athyglisbaráttu við forsetafrúna sem lét mynda sig við að nudda leikmann landsliðsins!

Að einhver kaupi svitastorkna íþróttatreyju af Ólafi Stefáns fyrir milljón - já til að, ekki klára, heldur hefja byggingu á skóla í Jemen - þegar augljóst er að peningunum væri betur varið í að aðstoða fátæka á Íslandi.

Að sumir MS sjúklingar fái lyf sem ku vera mjög gott - ekki allir - nei bara sumir!

Að forsetafrúnni skuli vera fyrirmunað um að læra íslensku - og sé nú með Kína leiknum stimpluð sem "krúttleg".

Að það skuli vera fréttnæmt að Björgólfur Thor skuli fljúga með "almennu" flugfélagi til Kína - líkt og að hann skuli vera með eitthvað öðruvísi rassgat en aðrir íslendingar!

Já og þetta með golfið - mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig stendur á því að ekki sé hannaður "dræver" sem slær beint.....hvaða kjaftæði er það eiginlega?

Og hvaða andskoti fór að spyrja spurninga sem þurfti að svara: "stöndum við undir allri þessari fjárfestingu..þessari útrás....þessum kaupum...." - og kom kreppunni af stað - hverslags fáránlegar spurningar eru þetta eiginlega.....þetta kallar maður að spyrja í hugsanaleysi.....???

 

tja maður spyr sig.....

 

Nei ég er mest undrandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

jahá svo þú ert kominn í golfið...

það getur fari svoldið í skapið á mönnum

Sigurður Jón Hreinsson, 30.8.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Jaahááa...það er nefnilega það...hehe....hverjum er ekki sama,þér er nú greinilega ekki alveg sama.ha..hum...Þeir eru víst alveg nógu margir sem virðast þurfa að hafa skoðun á því hvor rassgatið á manni snýr upp eða niður og eins er það með okkar blessuðu ráðamenn þessa þjóðfélags.Þeir eru nú sumir svo veruleika firrtir og bilaðir að það hálfa væri nóg,maður sér það nú best á þingmanni okkar sunnlendinga honum Árna sem þú vitnaðir í áðan,hann kann bara ekki skammast sín hvað þá að sýna iðrun þessi asni.Svo situr þetta apparat á okkar hávirðulega alþingi og á að setja lög yfir okkur hin.Er þetta nú ekki hámark ósvífninnar...ÉG BARA SPYR...???...

Agnes Ólöf Thorarensen, 30.8.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fór Þorgerður Katrín á dagpeningum til Kína??? Ertu ekki bar að djóka?

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.9.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband