Að kaupa kýr.

Það eru uppi hugmyndir um að leyfa frjálsan innflutning á kjöti. Mér er tjáð að það gerist nú strax í haust. Ekki ætla ég sérstaklega að ræða það eða úttala mig um mína skoðun á slíku - en ljóst er að við Íslendingar lifum í samfélagi við aðrar þjóðir og verðum líklegast að sætta okkur við þá staðreynd. 

Hvort að frjáls innflutningur muni hafa áhrif á bændur og afkomu þeirra skal ósagt látið - þó auðvitað eigi maður von á því. En hitt er ljóst að við búum við ákaflega sérstakar aðstæður hér á íslandi - við eigum gömlu landnámsrollurnar óbreyttar og það sama má segja um kýrnar. Sem hafa eiginleika sem ekki finnast í öðrum tegundum. Svo er spurningin hvort að við viljum yfir höfuð varðveita þessa stofna - varðveita sérkenni okkar  íslensku kinda - okkar íslensku kúa ?

En það sem eftirvill  er merkilegt í allri þessar umræðu - eða kannski ekki - er hve lítil nýliðun er í greininni - ungt fólk vill ekki gerast bændur - sér ekki hag í því og treystir ekki framtíð greinarinnar. Þetta er mér sagt.

En hvað er hægt að gera? Á að efla ríkisstyrki til greinarinnar - eða taka þá af með öllu? Á að opna landið fyrir innflutningi á nýju kúakyni - sem er stærra og mjólkar meira? Á að leyfa óhindrað að flytja inn allt það kjöt sem hugurinn girnist? Láta markaðsöflin ráða?

En eitt sinn þótti spennandi að vera bóndi. Ég man eftir því að ungur maður úr Reykjavík flutti norður í land og keypti jörð - ætlaði að verða kúabóndi. Hann hafði samband við föður minn, héraðsdýralækni og fékk aðstoð við val á hentugum kúm í fjósið. Bændur í nágrenninu brugðust vel við og seldu honum gripi - kýr á ýmsum aldri.  Nú var það svo að bændurnir höfðu misjafnar skoðanir á hvernig besta samsetningin ætti að vera á bústofninum og mikið var skrafað og skeggrætt. Sá að sunnan var ekki alltaf með á nótunum og treysti á að bændurnir vissu hvað honum væri fyrir bestu. En svo kom að því að hann stóð á gati - kallaði á dýralækninn föður minn - tekur hann afsíðis og segir "segðu mér, hvað er þetta Kvíga sem bændurnir vilja endilega selja mér"??

Já, að hefja búskap er ekki einfalt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband