Nunnunum sagt til syndanna - Bósasaga hins Lútherska

Ţví fylgir ábyrgđ ađ vera ađalhundurinn í götunni. Jafnvel ţó lítill sé og skrćkur. En Bósi er ekkert grín - ţađ veit hann sjálfur best af öllum og ţađ skulu allir fá ađ heyra. Og ţó Bósi sé nú mest ađ taka fólk í gegn sem á leiđ um götuna án hans leyfis - ţá er hann farinn ađ blanda sér í trúmál. P2150005

Allt byrjađi ţetta í byrjun sumars ţegar Bósi hvarf í heimsókn í Skálholti. Eftir mikla leit birtist hann í kirkjudyrunum og var hinn bjartasti - búinn ađ heimsćkja helgidóminn ađ virtist og vonađi mađur ađ hann hefđi fariđ ţar um án ţess "ađ tefla viđ páfann"...

Og nú gerist ţađ síđsumars ađ í götuna koma nokkrar nunnur - sem eiga ţar athvarf og heimsćkja á stundum. Svo kemur fyrir einn daginn ađ nunnurnar eiga leiđ framhjá húsinu okkar og ţađ mislíkađi Bósa hrapalega. Hann hreinlega missti sig. Urrađi og gelti á nunnurnar svo ađ undirtók í Skutulsfirđi. Rćfils Salka skammađist sín og lét lítiđ fyrir sér fara - enda hefur hún í raun aldrei litiđ á Bósa sem hund - meira svona sem fyrirbćri. DSC02124

Og nunnurnar brostu og báđu guđ ađ passa Bósa - en viđ ţađ ćstist auđvitađ Bósi ennţá meira - engin nunna skildi skipta sér af honum - hann vćri ramm Lúterskur og hefđi heimsótt kirkju ţví til stađfestingar.

Já, mađur spyr sig hvernig ţetta endar međ Bósa og hvort ađ mađur eigi hćttu á ađ hann endi í sértrúarsöfnuđi?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband