Mann fjandinn er kasóléttur!

Þegar ég var að alast upp á Akureyri var lífið miklu einfaldara en það er í dag. Þá voru karlmenn karlmenn með tilheyrandi tólum og konur höfðu einsog bóndinn vinur minn sagði "með allt á sér".

Þó var það þekkt að menn gengju villtir til verks og byrjuðu sumir "á röngum enda"  og enduðu jafnvel í því öngstræti - ekki það að ég sé með fordóma - svoleiðis var þetta bara þá. 

Ekki veit ég nú hvort sagan af frægasta homma Akureyrar á þessum tíma var sönn - ég vil auðvitað ekki nafngreina kappann og kalla hann bara "hödda". Hann var frekar lágvaxinn og gildur mjög - ekki var bjórnum um að kenna enda bjórleysi algjört á þeim tíma - svo að kannski drakk hann bara vel af "stjána bróður" sem hinar ljúfu veigar Christians Brother voru gjarnan kallaðar (að mig minnir, ég var ekki kominn á aldur).

En hví skildi ég vera að rifja upp hann Hödda svo löngu síðar? Jú, ég rakst á frétt og viðtal við fýr í henni AMERÍKU sem ku vera vera kvenmaður í karlmannsbúningi - svona "forsteiktur" skratti sem ekki er meira "tilbúinn" en svo að hann er kasóléttur!!...og ef það væri ekki nóg - þá á hann konu - svona alvöru konu sem hefur "allt á sér"!

Nei málið var miklu einfaldara með hann Hödda, hann átti nefnilega bróður sem svipað var ástatt um og við krakkarnir vissum að saman hefðu þeir búið til bumbuna á Hödda! og það var satt - stóru strákarnir í Honda-klúbbnum sögðu okkur það!! 

Að vísu mætti halda því fram að meðgangan hjá Hödda væri óeðlilega löng og aldrei vissum við til þess að Höddi yrði léttari - en það skipti engu máli því að við vissum að á meðan hann hefði bumbuna góðu þá væru honum allir vegir færir - við nefnilega heyrðum að hann hefði fallið útbyrðis af síðutogaranum Harðbaki og það sem hafi orðið honum til lífs var að hann flaut á bumbunni!

Það fannst okkur flott!

Enda var lífið svo miklu einfaldara hér áðurfyrr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þeir bræður Héddi hommi og Oddgeir bróðir hans voru einskonar brautryðjendur á Akureyri á þessum árum  - ef svo mætti kalla. Þá var alveg makalaust að bræður væru svona áberandi með sama markinu brenndir. Mín fyrstu og einu kynni af Hédda var um borð í Kaldbak EA 1 árið 1972 og ég á 16. ári. Ég hafði haft að því spurnir fyrir fyrsta túrinn um vorið að maður sem kallaður var Héddi hommi og var bæði þekktur sem kokkur og hommi væri í áhöfn. Því hafði ég varan á mér fyrstu vaktirnar og gætti þess vandlega að mæta ekki augnaráði kokksins og eiga aldrei leið í borðsalinn nema þegar einhverjir væru þar inni. Ég hafði koju uppi  frammí sem kallað var hesthúsið, en niðri  frammí var það kallað fjósið. Kokkurinn hafði sem betur fer koju afturí . En í  kojunni fyrir ofan mig og á hinni vaktinni var indælis maður sem vildi allt fyrir nígræðinginn gera. Leið nú á túrinn og segir ekki frekari sögum fyrr en ég rekst óvart á kokkinn sem tekur mig tali. Þá kemst ég að því að hann er ekki sá sem ég hélt...Hann sagði mér að Héddi væri á dekki þennan túr og væri á hinni vaktinni... í kojunni fyrir ofna mig. Það sem eftir lifði af túrnum  get ég svo svarið það - að ég náði aldrei að slaka á hringvöðvanum.      

Atli Hermannsson., 16.6.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Fyrst ég er byrjaður á að segja sögur af Hédda homma og sumrinu 1972 um borð í síðutogaranum Kaldbak EA 1. Þá gerðist það þegar lagt var í túrinn fyrir verslunarmannahelgina að flestir strákarnir sem maður leit upp til (18-19 ára) ásamt fjölskyldumönnum fóru í frí. En svo skemmtilega vildi, eða hitt þó heldur, að Harðbakur var í klössun úti í Slipp og því nóg af mannskap að hafa. það var ekki að sökum að spyrja að það voru þeir sem voru búnir að drekka sig blanka sem komu í afleysingarnar. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en þetta var vægast sagt skrautleg samsetning og ég efast um að togari fengi í dag að fara frá bryggju með slíka áhöfn – td. fimm bræður.

Til að gera langa sögu stutta þá náði túrinn hápunkti sínum á landleiðinni eða öllu heldur þegar lagst var að bryggju klukkan sjö á þriðjudagsmorguninn eftir verslunarmannahelgina. Á móti okkur tóku nokkrir af strákunum sem fóru í frí og voru enn að skemmta sér. En það rann fljótlega af þeim er þeir sáu ástandið um borð. Héddi hafði þá í byrjun túrs sýnt þá „fyrirhyggju“ að leggja í og brugga einhver heljarinnar ósköp. Þetta drakk hardcore liðið af Harðbak á landleiðinni og voru orðnir ansi skrautlegir og sumir hreinlega veikir af viðbjóðnum. Ég vaknaði bara inn við bryggju og var fljótur að forða mér er ég sá að það var verð að hjálpa sumum frá borði. Þá enduðu nokkrir uppi á spítala fárveikir enda mjöðurinn langt frá því að vera orðinn drykkjarhæfur. Þetta uppátæki hans Hédda hafði einhverja eftirmála sem ég man ekki hverjir voru.  

Atli Hermannsson., 18.6.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband