Fast ţeir sóttu sjóinn....grásleppufeđgar draga björg í bú.

Ţungbúinn dagur međ súld og  gráma. Ég átti leiđ út hlíđina - um Hnífsdal og viđ mér blasti Óshlíđin. Vegavinnutćki stóđu mannlaus viđ yfirgefin hesthús - ţađ eru breytingar í ađsigi - gera á göng til ađ hleypa lífi til Bolungarvíkur - eđa frá - lífi sem vonandi smitar norđanverđa Vestfirđi alla - á suđurfirđina er ófćrt - ţar er líf - bara ótengt líf.

Óshlíđin var óárennileg í grárri birtunni og skítugir taumarnir láku ofan hlíđina og hálfţöktu snjóinn sem máttlaust reyndi ađ varpa birtu inn í drungann. Líflaust var orđiđ sem kom upp í hugann.

Í allri deyfđinni - lífleysinu - sá ég mótorbát kljúfa öldurnar - Sjöfn - um borđ glitti í feđga - grásleppufeđga. Fast ţeir sóttu sjóinn og drógu net - létu grámann ekki draga úr sér kraftinn heldur hleyptu kappi í kinn - bitu fast á jaxlinn og drógu. Af eljusemi létu ţeir norđanvindinn og báruna ekki trufla sig og bláar tunnur á ţilfarinu voru merki um dýrmćtan afrakstur - aflann - grásleppuhrognin.

Og ţegar rýnt var í öldurnar mátti sjá belgina - velkjast um í öldurótinu - merkta eigendum sínum og til merkis um net ţeirra feđga - til merkis um vinnusemi og elju - svo langt sem augađ eygđi. Enginn bilbugur á ţeim feđgum - jaxlar sem vita hve mikilvćgt ţađ er ađ leggja ekki árar í bát - mikilvćgi ţess ađ draga björg í bú - halda í hefđina. Róa.

Já andstćđurnar voru miklar í gráu landslaginu - lífsbaráttan svo nálćg. Og pólitískt argaţrasiđ í Bolungarvík svo langt í burtu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís G Friđgeirsdóttir

Já Tolli, ţađ er yndislegt ađ heyra ţá grásleppufeđga rćđa um aflabrögđ ađ loknum róđri, međ sjávarseltu í hári og sólskin í augum.  Mikiđ eru ţessar elskur annars ţreyttar í öxlum og mjóbaki ţegar dagur er ađ kveldi kominn.  Ţetta eru hetjur hafs. Ég elska ţá báđa.

Bryndís G Friđgeirsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband