Biblían er sem böglað roð í brjósti mínu - lærði ég hana alla í einu þó aldrei kæmi að gagni neinu.

Svo raular Skugga Sveinn í leikritinu gamla sem skrifað var af séra Matthíasi Jochumssyni. Skugga Sveinn kunni biblíuna - hann vissi af og hafði heyrt fagnaðarerindið. Það bara skipti hann engu máli - hann fór sínu fram.

Í fagnaðarerindi áramótanna - þegar við sprengjum burtu gamla árið og bjóðum hið nýja velkomið - er lögð áhersla á að með hverri sprengju sem við sprengjum þá bætum við öryggi okkar sjálfra - og erum líklegast með því móti eina þjóðin í heiminum sem sprengjum til góðs. Það er orðið og orðið er skrifað af okkur sem verslum við björgunarsveitirnar. 

Og svo birtist leikarinn Örn í hlutverki Skugga Sveins - hann þekkir þetta. En málið gerist flóknara - inn eru dregin málefni sem í raun tengjast spurningunni um réttmæti frjálshyggjunnar. Að hafa rétt til athafna. Margir hafa skoðanir, sem er gott. En Örn er holdgerfingur athafnamanna er boða sitt eigið fagnaðarerindi -  landsþekktur leikari og vinur þjóðarinnar. En hann hlýtur að þola þetta maðurinn - ekki hefur hann farið í gegnum leikferilinn án gagnrýni - réttmætrar eða óréttmætrar. Varla. Og umræðan er öllum holl - björgunarsveitunum líka.

En þegar Ernir Árnasynir kjósa að fara þessa leið - taka slaginn og bjóða byrginn - án þess að láta sig nokkru skipta, hefðir eða mikilvægi þá verða þeir að vera undir það búnir að fólk segi sitt þó auðvitað skuli ekki draga inn persónu viðkomandi og alls ekki fara út í eitthvað skítkast. En tóninn má senda - beinskeyttan og hvassan.

Því kýs ég að taka orð Skugga Sveins og gera að mínum - því að auðvitað er Örn meðvitaður um þetta allt saman - við túlkum bara "biblíuna" ekki eins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegt ár Tolli minn og takk fyrir allt gott á liðnum árum.

Bestu kveðjur til Hrafnhildar, Ísaks og Sölku frá okkur öllum í Miðtúninu (reyndar Framnesveginum sem stendur)  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll Þorleifur.

 Það er ekki hægt að sýna fram á það, að rakettusala annarra en hjálparsveitanna dragi úr þeirra sölu og valdi þeim skaða.

Sýna má fram á að samkeppnin eykur söluna og björgunarsveitirnar hafa enn meira fé til brúks en áður.

Kannski kemur að því að rekettusala verði bönnuð á Íslandi.  Hvað leggur þú til að björgunarsveitirnar geri þá til að afla sér rekstarfjármuna?

Gleðilegt ár.

Kjartan Eggertsson.

Kjartan Eggertsson, 31.12.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk Ólína og sömuleiðis - bið að heilsa ykkur öllum á Framnesveginum. Salka er byrjuð að skjálfa og veit ekki hvað hún á af sér að gera nú þegar drengirnir eru byrjaðir að "hita upp" fyrir kvöldið!!

Þorleifur Ágústsson, 31.12.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Eggert - gleðilegt ár sömuleiðis. Ég vona nú að rekettusala verði ekki bönnuð enda gaman á gamlárskvöld!!

Ég vona ennfremur að við búum svo um hnútana að björgunarsveitirnar geti starfað - alltaf.

Þorleifur Ágústsson, 31.12.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband