Vandi kirkjunnar - biskup Íslands.

Mikil umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu upp á síðkastið um stöðu kirkjunnar og kristinnar trúar almennt. Nú eru einhverjir farnir að setja sig upp á móti að kristinfræði skuli kennd í grunnskólum landsins. Í einfeldni minni hélt ég að við værum með þjóðkirkju og því bæri skv. kennsluskrá grunnskólanna að kenna þau fræði - hvort sem einhverjum líkar betur eða verr.

En það er í mínum huga ekki vandinn. Ég tel að vandinn sé mun einfaldari og hann sé sá að kirkjunnar menn eru upp til hópa hundleiðinlegir - lélegir boðberar kristinnar trúar þó svo að þeir rembist eins og rjúpan við staurinn að boða fagnaðarerindið. En þeir eru bara margir hverjir svo leiðinlegir - þurrir og slepjulegir með einhverskonar "guðlegt lúkk" sem þeir hafa þó með öllu skapað sjálfir. Og þar fer biskup Íslands fremstur í flokki. Ég segi nú ekki annað en guð hjálpi manninum.

Ég er sannfærður um að ef fleiri prestar störfuðu í anda t.d. presthjónanna Jónu Hrannar og Bjarna Karlssonar eða Pálma Matthíassonar sem messar á snjóskafli við og við -  þá fengi unga fólkið að sjá að boðskapurinn er ekkert svo leiðinlegur - alls ekkert hundleiðinlegur líkt og biskupinn kynnir hann.

Auðvitað er ekkert auðvelt að vera biskup á eftir pabba sínum  - sem var hálfgert ikon - og sem maður taldi vera "hálf-guð" því hann var löngu kominn fram yfir síðasta "söludag" þegar maður var krakki og virðist ætla að verða eilífur. Merkilegur maður og fræðimaður mikill.

Að vísu kenndi mér ekki síðri maður kristinfræði í grunnskóla en herra Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup - en hann einkenndist af góðmennsku og húmor á stundum - að mig minnir. En það var í þá daga þegar maður bara lærði postulana og boðorðin - ekkert og væl um skemmtanagildi. Það var reyndar á þeim tíma sem kennurum var heimilt að "taka í lurginn" á óþekkum krökkkum - í dag má víst ekki hrósa með því að klappa á öxlina.

En nú eru semsagt nýir tímar og ekki lengur "í tísku" að vera með yfirmáta "heilaga" útlit - drepleiðinlegur á háum hesti horfandi til himna svo að rignir upp í nefið. 

Nei ég segi - kristin trú þarf ekkert að vera svona leiðinleg eins og þeir sem hana boða. Gerum fræðsluna skemmtilega - vekjum áhuga því líklegast eru engin fræði sem til sem hafa eins góðan tilgang.

Ég yrki fyrrihluta í anda Dags heitins Sigurðarsonar og þið botnið:

Vandi kirkjunnar - biskup Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Það hefur enginn amast út í fræðslu í kristnum fræðum, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg. Það sem er amast útí er brot á stjórnarskrá landsins þegar gildir trúfrelsi. Það er bannað að boða trú í skólanum, það á að gera í kirkjum eða annars staðar þar sem fólk er að fúsum og frjálsum vilja. Það er skólaskylda í landinu, sem sagt, börnin verða að ganga í skóla. Þau eiga líka rétt á að ganga í skóla og þess vegna ætti skólastarfið að vera við hæfi allra og allir geta lært um trúmál, en það er bannað samkvæmt trúfrelsislögum  að boða trú þar sem fólk er ekki af fúsum og frjálslum vilja.

Ásta Kristín Norrman, 27.12.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki alveg viss um að ástæðan fyrir upphlaupinu gegn kristinfræði liggi bara í því að prestar séu leiðinlegir. Stór forsenda virðist vera ákveðinn misskilningur á nýlegum dómi Mannréttindadómstólsins þar sem norskum stjórnvöldum taldist ekki heimilt að þvinga börn til að sitja undir trúboði. Þetta hafa ýmsir hér skilið eða kosið að skilja þannig að trúboð í skólum væri óheimilt.

Ég er hins vegar sammála því að prestum er oft ekki að takast nógu vel að ná til almennings, hver svo sem ástæðan er. Kannski eru þeir bara leiðinlegir, kannski eru þeir smeykir við að boða trúna ómengaða. Hver veit.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2007 kl. 12:31

3 identicon

Það hlýtur að vera næsta ómögulegt að boða ómengaða trú því trúarbrögð eru mest menguðu hlutir í heimi hér.
Annarrs hefur trúboð minna en ekkert að gera í skólum

DoctorE (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl og takk fyrir innleggið. Ég er ekki að segja að upphlaupið sé vegna leiðinlegra presta. Það er einfaldlega vegna þess að í fjölmenningar þjóðfélagi þá eru kröfurnar þær að ekki skuli gera upp á milli trúarbragða. Hinsvegar erum við með þjóðkirkju og því ber okkur væntanlega skv. lögum að kenna kristinfræði. Og mér finnst það í raun vel - svo framarlega sem um opna umræðu og áhugaverða sé að ræða. Hitt er svo stórt vandamál og það eru "hinir leiðinlegu" - hvar mér finnst biskupinn fara í fararbroddi.

Þorleifur Ágústsson, 27.12.2007 kl. 13:41

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Oft má satt kjurt liggja

Júlíus Valsson, 27.12.2007 kl. 16:51

6 identicon

Sammála Ástu Kristínu og DoctorE það á ekki að vera með trúboð í skólum landsins. Hvað myndu menn segja ef vinstri grænum yrði hleypt inn í skólana til að boða einhvern pólitískan rétttrúnað? Nei þetta lið kirkjunnar á að láta börnin okkar í friði, þau eiga sjálf að fá að móta sína trú eða ekki trú. Það er árið 2007 og við eigum að skoða hluti og fyrirbæri eins og trúnna með gagnrýnu hugarfari en ekki trúa öllu bara af því það stendur skrifað í einhverja bók, sem enginn veit hvaðan kemur. Sagnfræðingur sem myndi vitna í biblíuna sem sögulega heimild yrði hleginn út af borðinu eins og skot og í framhaldinu ekkert mark tekið á honum sem fræðimenni. Biskupinn getur sjálfum sér kennt að fólk er að vakna til vitundar um þetta bull allt saman, hann elur á fordómum og fólki blöskrar vitleysan sem maðurinn lætur út úr sér.

En engu að síður er þetta vel skrifuð grein sem var gaman að lesa, kannski pínulítið vegna þess að ég var sammála því að þeir eru leiðinlegir og þeir láta rigna upp í nefið á sér guðlegar verurnar. 

Valsól (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:15

7 Smámynd: svarta

Ég er gamall barnakennari. Hef átt mjög gott samstarf við presta þjóðkirkjunnar. Þeir hafa komið að erfiðum málum og tekið vel á móti nemendum í kirkjuheimsóknum. 

Hef svosem ekkert út á biskupinn að setja, hef lítið þurft að vita af honum nema bara í fjölmiðlum. Ég er hins vegar kirkjurækin og á langri ævi minni hef ég farið víða og margt séð. Og er ég þér allsendis ósammála að þau hjón í Laugarnesinu séu skemmtilegir boðarar. Örugglega mjög gott fólk, þau hjón bæði. Hinsvegar leiðist mér þessi tilfinningalegi æsingur sem fylgir framsetningu þeirra á guðspjallinu.  Þeirra "stæll" er fjarri því sem presturinn í skaflinum temur sér. Enda getur hann verið mjög skemmtilegur.

Annars er prestur fatlaðra mitt uppáhald - skýr og án allrar tilgerðar. 

svarta, 28.12.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband