Viðmið - samanburður - niðurstaða.

Lífið virðist oft á tíðum snúast um viðmið. Sign og heilagt verið að bera saman. Ef það eru ekki grunnskólabörnin þá eru það pólitíkusarnir - typpin og vöðvarnir. Allt skal bera saman til að fá útkomu sem síðan þarf að ræða og bera saman við aðrar útkomur. Og aldrei fæst nokkur niðurstaða - í það minnsta ekki engin vitræn sem einhverju skilar. Eftir standa "viðmiðarnir" og reyna að skilja hvers vegna í ósköpunum viðmiðin voru ekki betri - og svo auðvitað er "rétt" leitað og borið saman við það sem gefur mun betri niðurstöðu. Svo má lengi böl bæta að finna eitthvað annað verra.

Hér fyrir Vestan bera menn gjarnan saman menn og málefni. Og nú er það samgönguráðherrann. Hann er borinn saman við fyrirrennarann - og kemur ýmist vel út eða ílla  -allt eftir því hver ber saman og hvort mönnum beri yfirleitt saman um samanburðinn. Og enginn skilur neitt - enda ekki hægt að bera þá saman - annar starfandi ráðherra en hinn ekki. Og sá sem er starfandi getur jú varla hafa gert það sem hinn gerði og öfugt. En samt er rifist.

Ég man þegar Íslensk Erfðagreining flutti í nýtt hús í mýrinni - þá hélt forstjórinn ræðu. Og í ræðunni fjallaði hann um þegar háskólarektor kvartaði yfir því að hús ÍE væri of hátt - raunar svo tveimur tugum sentímetra skipti. Það fannst forstjóranum ómerkilegt og óþarfa veður gert út af slíkum smámunum - enda hér um margra hæða hús að ræða. Hann rifjaði upp sögu þegar hann eitt sinn sem ungur maður hafði verið á bílferð með félögum sínum. Tveir þeirra þrættu um hvor væri betur niðurvaxinn og svo fór að lokum að bíllinn var stöðvaður og þeir fóru út að mæla. Þá hefðu þessir tveir tugir sentímetra skipt máli - en ekki þegar verið var að bera saman húsin.....

Já svona getur samanburðurinn skipt máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband