Að vaða skít og skammast - Naggmús á sveimi fyrir Vestan.

Fátt finnst mér ömurlegra en þegar verið er skíta út náungann. Og það var ekki laust við að ég hafi fundið fyrir vorkunnsemi í garð greinarhöfundar þegar ég las grein eftir mann á bb.is í vikunni. Sá fer stórum og afar neikvæðum orðum um sitt eigið bæjarfélag og get ég ímyndað mér að þar fari bitur manneskja. Og ekki nóg með það - hann brýtur að virðist allar trúnaðarreglur við sinn eigin vinnuveitanda - og mér er til efins um að honum sé lengur vært í vinnunni....eða?

Og ekki nóg með það. Jú hann tekur sér ferð um nærsveitir, hvar hann ræðst á vin minn bónda þar í sveit. Og maður spyr sig, hvað vakir fyrir manninum - sem þó sjálfur hefur margoft þegið kaffi á bænum og slefað af þakklæti og auðmýkt - fyrir utan það að hafa um langt skeið búið og starfað í "sveitarfélaginu vonda".

Ekki vil ég nafngreina þessa vesalings manneskju - og ætla því bara að kalla hana Naggmús hans son.

En margir hafa auðvitað lent í djúpum skít. Ég man alltaf eftir því þegar góður vinur minn ætlaði að hjálpa föður sínum að sjúga skít úr haughúsi fyrir norðan. Fengu þeir feðgar lánaða haugsugu og hófu verkið. Sá gamli fór í galla og dembdi sér ofan í haughúsið - ætlaði að stýra túðunni - en piltur var á stjórntækjunum. "Ræs" heyrðist úr haughúsinu og piltur ræsir. Svo líður og bíður - og piltur kíkir ofan í haughúsið við og við. Gamli veifar til hans af ákefð og er piltur ánægður hve vel gengur og hvað faðir hans virðist vera ánægður með starfið - klofvega á túðunni. Eftir nokkra stund kemur eigandi haugsugunnar aðvífandi - horfir niður í haughúsið og tekur svo stökk að haugsugunni og slekkur á græjunni - "hvurn fjandann ertu að gera" segir hann....."þú ert með hana á dælingu - á blæstri" segir hann og mátti litlu muna að sá gamli drukknaði í skítnum. Hann náði að læsa sig klofvega á túðuna og sveiflaðist með henni um haughúsið - ýmist á kafi eða ofna skíts - ekki ósvipað Sæmundi Fróða á selnum forðum daga. En það var fegin manneskja sem dregin var upp úr skíthúsinu og hreinsuð.

Já það er betra að fara varlega þegar vaðið er í skít upp fyrir axlir.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

,,Og maður spyr sig, hvað vakir fyrir manninum - sem þó sjálfur hefur margoft þegið kaffi á bænum og slefað af þakklæti og auðmýkt "

 Ég skil vel að þú sért ósáttur við skrif greinahöfundar í garð bóndans á Hóli sem er hinn mætasti maður.  En mér þykja orðin þín ekkert penni Þorleifur og örugglega ekki vinum þínum þóknanleg, sem tekur þessum skömmum með  sinni einstöku stóisku ró ef ég þekki hann rétt.

Katrín, 1.12.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Það var leitt Katrín - ég bara steingleymdi að leggja þetta fyrir þig áður en ég skrifaði pistilinn. Hitt skaltu ekki fullyrða um hvað er bóndanum þóknanlegt og hvað ekki - þó "þú þekkir hann rétt".

Þorleifur Ágústsson, 1.12.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Katrín

Nei líklega þekki ég Hanhólsbóndann ekki rétt a.m.k. ekki eins rétt og þú.  Þó ætla ég að fullyrða að hann þekki greinarskrifann dónalega betur en margur annar...og þá meina ég kosti hans jafnt sem galla.

Vertu svo kært kvaddur vinur og mundu að það er betra að fara varlega þegar vaðið er í skít upp fyrir axlir....eða þannig

Katrín, 1.12.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Tolli minn. Þurfum við vinnufélagar þínir/ykkar að hafa einhverjar áhyggjur af Jólahlaðborðinu?

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 2.12.2007 kl. 19:14

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Bryndís mín - farðu bara varlega með glöggið og borðaðu ekki yfir þig - þá ætti þetta að fara allt vel! Verð fjarri góðu gamni sjálfur vegna vinnu. Mundu að jólin eru tími barnanna - á öllum aldri - og til hamingju með barnabörnin tvö!!.

Þorleifur Ágústsson, 2.12.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús hefur löngum kjaftaglaður verið sá æringi.  Leitt að missa þau á Patró, sérstaklega systurnar Mariolu og Ellu, frábærar eru þær báðar tvær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband