Er Dagur að bregða fyrir sig skottulækningum?

Ég var úti í sveit í gær. Þar sá ég lasinn lítinn fugl. Mér datt auðvitað ekki í hug að misnota aðstöðu mín og éta'nn eða þaðan af verra. Nei - eins og miskunnsömum samherja sæmir þá lógaði ég greyinu og jarðsetti í fallegri laut. Gerði bara það sem ég taldi rétt og faðir minn dýralæknirinn benti mér margoft á - að fara vel með dýrin og láta þau ekki upplifa óþarfa þjáningar. Ekkert meira um það að segja.

Þegar ég svo kveikti á fréttunum - þá kemur í ljós að kominn er nýr borgarstjóri. Sá ku vera læknir og ekki nóg með það - sá sem kom honum þangað mun víst hafa verið veikur líkt og fuglinn í sveitinni. En ólíkt mér - þá mætti trúa því að læknirinn hafi gefið'onum pillu og pillan sú hefur svo sannarlega virkað því nú er fuglinn sá - Hrafnsunginn - búinn að ryðja öllum öðrum úr hreiðrinu og kominn í óvígða sambúð með annarri fylkingu.

Reyndar ætla ég ekki að segja að læknirinn hafi átt að lóga Hrafnsunganum - en mig grunar að unginn hafi bara ekki verið með öllum mjalla - og allt sé með óráði gert.

Getur verið að skottulækningum sé beitt - að hér séu alvarlegir vankantar á heilbrigðiskerfinu og að þegar heilbrigðisráðherrann skar á spenann sem don Alfredo hékk á þá hafi farið af stað ferli sem vart er viðráðanlegt. Já Framsóknarmennirnir verða seint kveðnir niður - það er ljóst.

Já - ég veit ekki hver staðan hefði verið í dag ef Dagur hefði verið dýralæknir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábær pistill. Þú gætir vel samið predikanir. Ert kannski prestur?

Jón Halldór Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Blessaðir læknarnir - mega ekkert aumt sjá og glysgjarnir eru hrafnarnir...Reyndar var það ágætis bók -Dagfinnur dýralæknir -.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.10.2007 kl. 11:58

3 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

ja, pabbi hans er alla vega dýralæknir ....

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband