Kolólöglegur höfuðþvottur sem endar með ósköpum.

Ég lenti í hremmingum í morgun - alvarlegum hremmingum sem gætu ef ég reynist óheppinn haft í för með sér málaferli og þaðan af verra. Ég fór nefnilega í sturtu og braut allar reglur - sturtuupphengið og næstum því klósett skálina - komst við illan leik út af baðherberginu marinn á hendi og með sært stolt. Já það er óvíst hvort að ég sturti mig aftur  - allsendis óvíst.

En þetta byrjaði allt þegar ég af gömlum vana ætlaði að sturta mig eldsnöggt áður en ég færi í vinnuna - nú svo að ekki væri ég óþveginn í vinnunni - væri meira svona hreinn sveinn.

Auðvitað hef ég farið margoft  í sturtu - aleinn og án allrar hjálpar. Málið er ekki að fara í sturtuna sem slíka - það er ekkert mál að láta vatnið belja á sér og njóta - nei vandinn hefst þegar á að fara að löðra sig sápum og hreinsa sig upp - sjæna sig - þá kárnar gamanið.

Ég greyp flösku úr hillunni og hellti á hausinn - en ekkert gerðist - löðrið bara kom ekkert. Á flöskunni stóð eitthvað um klósett að mér sýndist - eitthvað au toilet  - og mér leist ekki alveg á blikuna. Auðvitað var fullt af flöskum í hillunni - allar á útlensku og ómögulegt að átta sig á hvað væri ætlað sauðsvörtum almúgapilti að norðan - þetta var allt á frönsku að mér sýndist - og meira að segja ein flaskan hafði eitthvað með homma að gera því á henni stóð skýrum stöfum "homme" - mér fannst að mér vegið - að konan teldi mig vera veikan fyrir  - nei ekki aldeilis. Ég leit ekki við flöskunni - hryllti við henni reyndar.

En á endanum ákvað ég að taka séns - það var nefnilega flaska í hillunni sem á stóð shampoo - þetta þekkti ég - en þegar ég var  að fara að gusa því yfir mig þá sé ég mér til mikillar skelfingar að á flöskunni stendur "used by professionals" - þetta var sem sagt ekkert sjampó fyrir almenning - neibb - þetta var fyrir atvinnumenn í þvotti - löðurmeistara.

Klukkan var langt gengin í níu og ég var búinn að berjast um í sturtunni í að verða hálftíma - þetta gekk ekki lengur - hví í ósköpunum er ekki hægt að kaupa þvottaefni fyrir venjulegt fólk - ég bölvaði í hljóði - sem á stendur til dæmis "sápa til daglegra þvotta og sturtunnar" - ég tók sénsinn - helti yfir mig góðri slummu og löðrið lék um líkamann - en þá áttaði ég mig á að hugsanlega sæi einhver til mín - notandi á kolólöglegan hátt efni sem ekki var ætlað almenningi - það var nefnilega hálfdregið frá glugganum og forvitinn maður hefði getað kíkt inn - ef áhugi væri fyrir hendi. Ég tók þá því þá afdrifaríku ákvörðun að draga fyrir - sem ég hefði auðvitað ekkert átt að gera - allur löðrandi í sápu fyrir atvinnumenn.

Ég náttúrlega endastakkst út úr sturtunni - rann eftir gólfinu og skall með hausinn í dyrnar og sló hendinni í klósettið svo í söng. Sá ekki neitt fyrir sápu og fannst á tímabili ég vera komin til himna - allt hvítt og löðrandi. En í sturtuna hafði ég mig aftur - skolaði og kom mér í vinnuna - guð minn góður - það verður farið í Bónus í dag að kaupa almenningsþvottaefni til höfuðþvotta.

Og ég segi aldrei nokkrum manni frá þessum hremmingum mínum í sturtunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, það er aldeilis hamagangurinn, þú verður að fá þér baðkar.

Nei, alsekki segja nokkrum manni frá þessum óskupum.

Kveðja: 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæll vinur mikið djöfull skil ég þig... var ca. 3 korter að ná einhverri helvítis boddý lotion úr hárinu á mér en frúin virðist þurfa að fara með allan heila snyrtivörupakkann og geyma í sturtunni... og svo er maður orðinn gamall og hálfblindur og þegar gleraugun eru komin af þá er ekkert eftir nema lyktarskinið til að grísa á innihaldið svo þetta er svona nett "Catch 22" enda er maður búinn að kála lyktarskyninu með áratuga KOOL sjúgelsi... eins gott að farið er að styttast í þessu

Þorsteinn Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Blessaður Steini - ég var farinn að halda að þú hefði læst þig inni í baðskálanum hjá þér - ekkert komment í langan tíma - gaman að heyra í þér - og nú var keyptur stór brúsi með einföldum merkingum. Ætti að vísu að gera bara eins og pabbi gamli - notaði alltaf handsápu - enda sama sullið í þessu öllu....

Þorleifur Ágústsson, 1.6.2007 kl. 08:20

4 Smámynd: Skafti Elíasson

bawwhhhhhhhahaha.... Tolli bara sitja í sturtuni og láta konuna nudda hársvörðinn.

Skafti Elíasson, 4.6.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Tolli ég verð að segja þér einn góðann fyrst að ég hló svona mikið að þessum pistli hjá þér.  Þrjár leiðir til að ríða rollu 1. setja hana í öfug stígvél standa á tánum og taka hana aftan frá. 2. Fara með hana fram að bjargi taka hana aftan frá en þá spyrnir hún vel aftur. 3. trúboðastellinguna þá geturðu kysst hana í leiðinni og dindillinn gælir við punginn á þér á meðan !!

Skafti Elíasson, 4.6.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband