Á Akureyri er foss - sem sökum leirburðar er ekki hægt að virkja. Fossinn heitir Tungufoss.

Akureyringar eiga sér áhugamál - áhugamál sem þeir sinna framar öllum öðrum - en það er halda til haga upplýsingum um náungann - upplýsingum sem engum nýtast nema þá sem viðbit í kaffiboðum og á vinnustöðum. Og það er einmitt vinnustaður á Akureyri sem því miður er þekktur fyrir slíkt upplýsingarstreymi - er uppspretta mikils upplýsingaflæðis sem síðan fellur yfir almúgann sem fossinn frussandi - Tungufoss - öllum til ama og leiðinda - sorgar og sárinda. Já þeim er vorkunn sem á þessum vinnustað starfa og vilja ekki taka þátt í leirburðinum - en stjórnendurnir eru ákveðnir og vaxtarlagið sýnir að þeir kunna að safna í sarpinn - sögum og sögnum - færðum í stílinn eftir kúnstarinnar reglum.

Mikil auðlynd held ég að fælist í virkjun þessa foss - og umhverfisáhrifin jákvæð. En því miður held ég að staðreyndin sé sú að leirburðurinn sé slíkur að virkjunarmöguleikar séu hverfandi.

Ég varð nefnilega óþægilega var við þetta þegar ég hitti gamla skólafélaga á 20 ára stúdentsafmæli. Ég á nefnilega góða vinkonu á Akureyri sem þurft hefur að upplifa þetta ásamt sínum manni - öndvegis fólk í alla staði - en fossinn eyrir engum sem fyrir verður.

En sem betur fer þá er það svo að þetta fólk á góða vini sem vita betur og vita líka að Tungufossinn fyrir norðan mun á endanum þorna upp og hverfa - og eftir stendur minningin um foss sem alltaf var litaður af leirburði. Það er ömurleg minning - en áunnin.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

ja láttu mig vita það. Ég þekkinefnilegaTungufoss mjög vel og þess vegna bý ég nú suður heiðar en ekki norðan við.

kv unns 

Unnur R. H., 22.5.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband