Á Ítalíu minnist enginn á Framsókn - ekki hræða.

Eftir langa kosninganótt flaug ég til Ítalíu - reyndar með millilendingu og bið á Kastrúp. En það var svo sem ágætt því þá auðvitað fékk maður fréttir af niðurstöðum kosninganna - sem auðvitað komu mér ekkert á óvart. Framsókn kolféll - en hangir ennþá á Sjálfstæðisflokknum líkt og maurinn á fílnum í brandaranum góða eða West Ham í premíersjipp.

Íslenskir kjósendur hafa auðvitað kveðið upp dóminn - Íslendingar velja Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi starfa - reyndar án Framsóknar - en við vitum auðvitað að í pólitík þá launar maður sínum fyrir vel unnið starf - í það minnsta trúi ég því að um það snúist viðræður formannanna - og að niðurstaðan verði sú að Framsókn stingi út úr fjárhúsunum - hugsi um búpeninginn og sái fræinu - og uppskeri svo í samræmi við það - í það minnsta gefi gróandanum séns í kjörtímabil eða svo. Það má eiginlega segja að upp hafi komið riða í flokknum - og flokkurinn skorinn. Í það minnsta á höfuðbólinu.

Ég vil nefnilega sjá Samfylkinguna koma í stjórn - en auðvitað eru þeir skíthræddir - nú einfaldlega af því að Sjálfstæðismenn eru sterkir og hræðslan við að smitast af Framsóknarriðunni er mikil. En ég get fullvissað þá um að ef stofninn er sterkur og laus við sýkingu þá er ekkert að óttast - Samfylkingin verður að sýna hvað í sér býr - að kraftur sé og áhugi við að starfa með Sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn - ekki bara "vera með" - eða eins og Össur myndi kalla það "ekki lifa lífi laxalúsarinnar" - sjúga og nærast þegar vel gengur en láta sig hverfa þegar ytri aðstæður verða erfiðar.

En auðvitað ræð ég engu - ég er bara á Ítalíu að spjalla um velferð fiska í rannsóknum og eldi - velferð sem við Íslendingar þurfum að fara að taka þátt í að móta - því auðvitað er það ljóst að við lifum ekki á sauðkindinni einni saman - ó nei - þorskeldið er það sem koma skal og þar eru tækifærin og þar eru möguleikarnir og þar og þar og þar.....og það má ekki enda eins og laxeldið og loðdýrin.  er mikilvægt að við leggjum í púkkið - vöndum til verka og tökum þátt í samvinnu sem miðar að því að gera þorskeldi að arðbærri atvinnugrein - ekki síst þar sem slíkur iðnaður fer að mestu fram á landsbyggðinni. En það er einmitt það sem Sjávarútvegsráðherrarnir Árni og Einar hafa svo sannarlega gert - enda var það mér mikil ánægja að segja gamla skólabróður Árna Matt frá góðu gengi hans í kosningunum - Jimmy Turnball - dýralæknir frá Stirling starfar nefnilega með mér í verkefninu - og hann og Árni lærðu saman dýralækningar á sínum tíma - já svona er heimurinn lítill.

Og ekki skemmir maturinn á Ítalíu - ég sem ætlaði að koma köttaður heim.....bara búinn með antipasti...pasti....secundo......og hvað þetta heitir allt - ég verð að læra að tala ítölsku til að geta sagt takk fyrir mig og get ég fengið reikninginn!!

úfff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Veistu hvað? Ég var í Boston um síðustu helgi og það var ekkert talað um framsókn þar heldur, þetta er barasta ótrúlegt!

Annars varðandi bloggið þitt um Adda Kitta Gauj, svona upp á sögulegar staðreyndir eða þannig sko, þá var hann á fundinum fræga hjá Kjördæmisráði þegar kosið var í sæti á framboðslista xD í den og ég og flestar konur á fundinum fengum skæruliðastimpil á ennið fyrir að vilja hafa konu (við áttum nóg af frambærilegum konum) í einu af fjóru efstu sætunum á framboðslista sjallanna fyrir þáverandi Vestfjarðakjördæmi. Vð vorum búnar að hittast á súpufundi á hótelinu og allt var mjög líbó, spurðum bara hverjar væru til og svo studdum við þær.  Það fór nefnilega svo að við náðum einum kvenmanni inn en það hafði í för með sér að Addi datt út og hann fór þá í framboð með Sverri Hermanns og co. í xF.

Bestu kveðjur úr sólinni í Grafarvoginum.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 18.5.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband