"Ófreskja íhaldsins" - Göran Persson kominn út úr skápnum.

Ég fékk mjög skemmtilega skrifaðan texta í morgun - texta sem var í eigu gamals manns á Ísafirði og er síðan á fyrri hluta 20. aldar. Ég ætla að deila honum með ykkur til að undirstrika hvað lítið hefur nú breyst í málflutningi vinstri manna. Höfundur textans er mér ókunnur enda skiptir það svo sem ekki neinu máli - pólitísk skoðun hans er ljós af lestri þessa skemmtilega texta

"Ég skal gefa þér gull og græna skóga, ef þú vilt lyfta mér í gullstólinn, segir íhaldið. Það hefur aldrei heyrst að sá flokkur hafi gert sér ómak útaf kosningaloforðum, það hefur aldrei heyrst, að hann hafi beytt sér fyrir bættum kjörum almennings. Það virðist vera vatn á hans myllu að viðhalda skipulagsleysi og glundroða, svo að einn geti troðið annan niður. Þar er þó ein regla ríkjandi og henni dyggilega fylgt, hú er að styrkja þann sterka, en gera þann veika veikari. Íslenzka alþýða hefu ýtt ófreskju íhaldsins örlítið til hliðar, en hefur ekki enn tekist að reka hana af höndum sér. Ófreskja þessi býður í ofvæni með loðna loppu afturhaldsins eftir tækifæri til þess að kyrkja réttinda og umbótamál alþýðunnar. Sósíalistar hafa verið og eru ofsóttir af auðvaldinu, það hefur verið ofin um þá og stefnu þeirra, lyga og blekkingarvefur. Margir sjá í gegnum þennan vef, en þó altof fáir enn sem komið er. Eina leiðin til að sigrast á þessum ofsóknum og hleypidómum, er að halda uppi fræðslustarfsemi um stefnu sósiallista. Við höfum enga þörf fyrir trúðleikara til þess að þyrla upp moldryki, svo að stefnumálin finnist ekki í myrkviðinu, þá látum við þeim einum eftir sem þörf hafa á slíkum loddaraleik".

Já - skemmtilegur texti.

Ég las ennfremur í morgun um að Göran Persson - fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar og Sósíaldemokrati - Samfylkingarmaður - hefur selt sig auðvaldinu - selt sig hæstbjóðanda en hann er búinn að ráða sig sem ráðgjafi og ætlar að græða vel - skítlykt af málinu segja félagar hans hjá Samfylkingunni - já þegar stigið er af sviðinu og tjaldið fellur - þá tekur raunveruleikinn við - það má öllum vera ljóst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband