Ég geng ekki með steinbarn í maganum - olíuhreinsistöð er raunhæfur kostur.

Ég er eins og vonandi flestir - mannlegur - geri mistök en er tilbúinn til að leiðrétta þau - ég brást nefnilega ókvæða við vegna hugmynda um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Ástæðan var sú að ég taldi slíkt vera mjög mengandi og hættulegt náttúrunni. Sem er auðvitað hárrétt - nema rétt sé haldið á spöðunum. Og í dag fékk ég að vita að nútímaolíuhreinsistöðvar menga alls ekki mikið - málið er hinsvegar að úrgangurinn er mengandi og það þarf að finna ásættanlegan stað til að losa sig við hann. Eins er staðreyndin sú að aldrei hefur olíuskip strandað við strendur Noregs eða við Holland (t.d. Rotterdam) þar sem er að finna hátækni olíuhreinsistöðvar. Þau skip sem fórust við Biskaya flóa - Alaska og fyrir utan Portúgal og Spán voru á siglingaleiðinni - þ.e. urðu vélarvana og steyttu á skerjum - sem auðvitað er óháð olíuhreinsistöðvunum.

Já svona getur nú borgað sig að tala við sérfræðing á sviðinu - mann sem búinn er vinna í bransanum í þrjátíu ár (haag@statoil.no) - og fá hreinar staðreyndir - engin pólitík - heldur blákaldur veruleiki.

Og það sem meira er - ég treysti orðum þessa manns sem gaf sér tíma til að ræða málin þrátt fyrir að hann væri í Grieg höllinni í Bergen að stýra fundi með 400 olíuverkfræðingum.

Sá hinn sami sagði að Vestfirðingar ættu ekki að hika við slíkan iðnað - fagnaði hugmyndinni en lagði ofuráherslu á að hann væri að miða við alvöru olíuhreinsistöð sem byggð væri eftir ströngustu kröfum - og líklega verðu nóg að gera fyrir Mugi gamla því mér skildist að við slíka höfn störfuðu fjöldi lóðsa og dráttarbáta til að koma í veg fyrir strand 80.000 tonna risaskipa.

Já - nú eykst spennan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kjarnaúrgangur er líka tiltölulega hættulaus, meðan hann er í réttum umbúðum. Kannski er raunhæft að bjóðast til að geyma slíkt í 10.000 ár. Nokkuð tryggar tekjur til langframa er óhætt að segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll Jón Steinar - ekki veit ég hvort að þú hefur kynnt þér kjarnorkuúrgang - en ef áhugi er fyrir hendi er til góð bók sem heitir "Fire in the rain" og fjallar um Chernobyl slysið. Og ég get fullvissað þig að ekki er saman að jafna þessu tvennu. Og svona til að nefna eithvað þá langar mig að segja frá plútóníum 239 samsætunni sem hefur helmingunartíma = 24.000 ár - og 3 kíló duga til að eyða öllu lífi á jörðinni. Það er eitt af þeim "efnum" sem myndast sem hliðarafurð í kjarnorkuverum. Og sem líkt og kaupfélagsstjórarnir sögðu í gamla daga "allt annar handleggur". Bkv, þorleifur. ps. góð mynd af þér !

Þorleifur Ágústsson, 17.4.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll Jón Steinar - ekki veit ég hvort að þú hefur kynnt þér kjarnorkuúrgang - en ef áhugi er fyrir hendi er til góð bók sem heitir "Fire in the rain" og fjallar um Chernobyl slysið. Og ég get fullvissað þig að ekki er saman að jafna þessu tvennu. Og svona til að nefna eithvað þá langar mig að segja frá plútóníum 239 samsætunni sem hefur helmingunartíma = 24.000 ár - og 3 kíló duga til að eyða öllu lífi á jörðinni. Það er eitt af þeim "efnum" sem myndast sem hliðarafurð í kjarnorkuverum. Og sem líkt og kaupfélagsstjórarnir sögðu í gamla daga "allt annar handleggur". Bkv, þorleifur. ps. góð mynd af þér !

Þorleifur Ágústsson, 17.4.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagði þetta nú í tvíbeittri kaldhæðni. Olíuhreinsunarstöð er jafn arfavitlaus og þetta.  Það gleymist að hér þarf að flytja þessar afurðir fram og til baka á viðsjárverðu hafsvæði.  Vona og held að skrif þín hafi líka verið í sama dúr.  Öfugmælin undirstrika fáránleika hlutanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá á égað sjálfsögðu við að hér er viðkvæmt vistkerfi til sjávar eins og ég býst við að þú þekkir.  Svona sénsar eru ekki þess virði til að færa örfáum hræðum atvinnu.  Norðmenn stútuðu norsk ísllenska síldarstofninum með ógrundaðri veiði á smásíld eina vertíð.  Eitt mengunarslys getur haft sömu áhrif og jafnvel meira langvarandi og víðfeðmari.  Veit t.d. einhver hvað rauðátan þolir af slíku? 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagði þetta nú í tvíbeittri kaldhæðni. Olíuhreinsunarstöð er jafn arfavitlaus og þetta.  Það gleymist að hér þarf að flytja þessar afurðir fram og til baka á viðsjárverðu hafsvæði.  Vona og held að skrif þín hafi líka verið í sama dúr.  Öfugmælin undirstrika fáránleika hlutanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú þetta er allveg rétt hjá þér - og mín fyrstu viðbrögð voru auðvitað þau að fordæma slíka hugmynd. Það vill svo til að bróðir minn er olíuverkfræðingur hjá Statoil í Noregi og hefur starfað í olíubransanum í 30 ár - þegar ég ræði þetta við hann þá auðvitað opnast ný sýn á málið - sem er að hér er um iðnað að ræða sem við íslendingar verðum að taka alvarlega - líkt og norðmenn og nú síðast færeyingar - en það verður að vinnast alvarleg og vönduð undirbúningsvinna - og náttúran á að njóta vafans - alltaf. það er það sem ég tel að við verðum að gera - skoða möguleika - skoða þá án afskipta pólítíkusa eða "byggðastefnumála".

Þorleifur Ágústsson, 17.4.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mér finnst að þetta mætti athuga, að ekki þurfi að dæma það fyrirfram.

P.s. að gefnu tilefni: I say this only once, eins og Smart spæjari sagði - eða var það ekki hann?

Hlynur Þór Magnússon, 17.4.2007 kl. 23:30

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Eigum við ekki að ræða þetta eftir kosningar? Ég legg til að þessu umræðuefni verði lagt í þrjár vikur eða svo - og þá skulum við sjá hvort eitthvað er á bak við þetta. 

Friðarkveðja,

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.4.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband