Þegar rödd fólksins og máttur skilar árangri - Óshlíðargöngin eru dæmi um það!

Það hafði samband við mig maður í dag út af allt öðrum málum en að þakka Pálínu. En eins og oft er þá berst tal tveggja manna um víðan völl. Svo var líka í þessu samtali. Og auðvitað fórum við að ræða ný-gegnum-slegin Óshlíðargöng.

Eins og kannski margir vita þá mætti margt fyrirmennið til veislu og fögnuðu gestir því að búið væri að opna á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Veislan var víst köllu "slá í gegn". Auðvitað er gaman þegar fólk gerir sér glaðan dag og guð almáttugur veit að slíkt er mikilvægt á þeim tímum sem við lifum.

En verra er þegar tækifærið er notað af pólitíkusum til að slá sig til riddara - óverðskuldað. Og í þetta sinn vantaði hetju dagsins. Við megum nefnilega ekki gleyma því að í fyrstu drögum átti að grafa nokkrar styttri holur - eða göng til að spara. En þá sagði fólkið hingað og ekki lengra.

Í fararbroddi var Pálína Vagnsdóttir - ef mig minnir rétt og barðist fyrir raunverulegum samgöngubótum!

En í veislunni voru það pólitíkusarnir.... og Möllerinn auðvitað með glænýtt bindi að þvaðra um ágæti sitt og atorku - að hafa komið þessum samgöngubótum á!

Æi æi minn kæri....

Ég vil með þessum pistli árétta að það var fólkið í Bolungarvík sem barðist fyrir göngunum og sem yfirvöld neyddust til að hlusta á!

Rödd fólksins var sjálfumglöðum pólitíkusum yfirsterkari!

Húrra fyrir þeim. Og sérstaklega þér Pálína!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til þess að krafa Pálinu næði fram að ganga, varð Möllerinn að taka málið upp á sína arma. Hann er með langa reynslu af því að búa við einangrun vegna hættulegar vega. Svona gerast hlutirnir og þannig er það bara. Auðvitað á að þakka Pálinu, en líka Mölleg og fleirum. Til hamingju með Bolungarvíkurgöngin sem er að verða að veruleika. :-)

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband