Gríðarsterk endurkoma - major comeback!

Ég var settur út í kuldann. Það er engum auðvelt og þarf sterkar taugar. Ég er þó ekki með það á hreinu hvað olli - hvað ég gerði af mér. En ég var settur út - á hliðarlínuna og fékk ekki að vera með.

Ég notaði tímann vel. Hugsaði minn gang. Æfði þegar tækifæri gafst og þurfti jafnvel að fara um langan veg til að komast á æfingu. En ég vissi að minn tími myndi koma. Að mér yrði skipt inná - boðið inn í hlýjuna.

Og það var þessi vissa sem hélt í mér lífinu - hélt voninni lifandi. Draumnum um endurkomu.

Nú er þetta orðið að veruleika.

Þeir opnuðu loks aftur í Sundhöllinni á Ísafirði eftir langa lokun. Lokun þegar auðvitað átti að vera opið - þegar allir túristarnir voru hér og þurftu að komast í sund.

Og ég átti gríðarsterka endurkomu í gær...1.september.....kl. 19:30...á slaginu.

Kom sterkur inn.... í gufubaðsklefann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.9.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband