Fróðleikur um ketti með kveðju frá Murr!

Murr kattamaturMurr kattamatur er ákaflega heilnæmur enda unninn úr íslensku kjöti og sláturafurðum. Hráefnið sem er notað  í framleiðsluna er sérvalið með þarfir kattarins að leiðarljósi. Aðeins er notað hráefni sem uppfyllir ströngustu kröfur um dýraheilbrigði enda á kötturinn þinn aðeins það besta skilið.

Athugið að vatnsmagn í  Murr kattamat er það sama og í þeim náttúrulegu afurðum sem notaðar eru og er mun minna en í flestum innfluttum tegundum af blautfóðri.  Kolvetnainnihald í Murr kattamat er líka lágt, Eingöngu er um að ræða hlutlaust tréni og sterkju til að efla heilbrigði meltingarvegarins, en ekki ódýrt uppfyllingarefni. Murr kattamatur er því mjög næringarríkur. Hvert einasta atriði í samsetningu Murr er hugsað með heilbrigði kattarins að leiðarljósi.

Murr ehf. sérhæfir sig í því að framleiða hágæða fóður úr íslensku kjöti og sláturafurðum. En hvers vegna blautfóður?Með því móti getum við valið saman mörg mismunandi hráefni og þannig uppfyllt þarfir kattarins fyrir öll hin fjölbreytilegu næringarefni án þess að þurfa að nota flóknar tilbúnar forblöndur. Þetta er ekki mögulegt með þurrfóðri. Murr kattamatur er því eins náttúrulegur og hægt er. Náttúrulegt fóður katta, yfirleitt fuglar og lítil nagdýr, inniheldur um 10-13% prótein, 7-10% fitu og aðeins 4-5% kolvetni. Meltingarfæri og efnaskipti katta hafa þróast í samræmi við þessa efnasamsetningu. Kettir hafa ekki aðlagast kolvetnaríkri fæðu. Hátt hlutfall kolvetna í fóðri eykur líkur á að kettir fitni um of, fái sykursýki með aldrinum og lífslíkur þeirra minnki.Auðvelt aðgengi og verðlag hefur hins vegar ýtt undir notkun kolvetnaríkra korntegunda í kattafóðri, sérstaklega þurrfóðri, frekar en ekki hollusta.

Murr kattamatur inniheldur 13% prótein, 7,5% fitu og um 3% kolvetni. Að auki er mjög mikilvægt fyrir fólk að athuga að Murr inniheldur 75% vatn - meðan flestar aðrar innfluttar blautfóðurtegundir innihalda 82% vatn.  Þetta þýðir að minna þarf að gefa kettinum af Murr kattamat á dag eða aðeins tvo poka fyrir 4 kg kött borið saman við 3-4 poka af flestum innfluttum tegundum.
Við hjá Murr erum því ekki að selja vatn!
Murr kattamatur er náttúruleg leið til að tryggja kisu rétta næringarsamsetningu, rétt holdafar og góða heilsu.

Húskötturinn.Húskötturinn er sjálfstæður persónuleiki og má rekja þann eiginleika til villikattarins. Hann er gæludýr á flestum heimilum og hefur því misst að mestu þá hæfni til að bjarga sér sjálfur úti í náttúrunni og treystir því á manninn að veita sér húsaskjól og mat.Ef kötturinn hefur ekki tækifæri á að veiða mýs eða fugla er nauðsynlegt að maðurinn gefi kettinum rétt samsetta fæðu sem inniheldur sömu næringarefni og er í þessum dýrum.Þar sem eðli kattarins er að éta lítil spendýr og smáfugla, er það hin rétta næringarblanda sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, prótein, fitu, steinefni og vítamín. Því ætti húskötturinn að fá fóður sem líkist mest bráð úr náttúrunni eða með öðrum orðum Murr kattamat! Saga kattarinsTalið er að fyrstu fulltrúar kattadýra séu sverðkettir sem komu fram á sjónarviðið fyrir um tveimur milljónum ára og dóu út í lok ísaldar fyrir tíu þúsund árum. Síðan þá hefur kattardýrið þróast mikið og eru nú til um 40 kattategundir í heiminum.

Kattardýr eru mjög sérhæfð sem rándýr og eru kjötætur. Fæðuöflun þeirra fer yfirleitt fram með veiðum á öðrum litlum spendýrum, smáfuglum og skriðdýrum. Ein af þessum 40 kattategundum er húskötturinn, hann er afkomandi villikattarins og er eina kattardýrið sem hefur tekist að fulltemja.

Óljóst er hvenær kötturinn gerðist húsdýr en hægt er að rekja það til Egyptalands til forna. Talið er að samband manns og kattar hafi orðið til um það leyti sem akuryrkja varð mikilvægur þáttur í lífi mannsins, en stórar korngeymslur í Egyptalandi löðuðu að sér fjöldan allan af meindýrum og því varð þar greiður aðgangur fyrir villiketti að æti. Djarfir kettir uppskáru að launum hlutdeild í meindýraveiðinni og maðurinn fékk örugga meindýraeyðingu án alls kostnaðar. Kötturinn varð fljótlega vinsæll meindýraeyðir á heimilum og í skipum og breiddist hann hratt úr eftir hinum ýmsu verslunarleiðum. Talið er að hann hafi borist til Íslands í kringum árið 1100.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband