Kúlađur steinbítur.

Ég ákvađ ađ skíra bloggiđ mitt kúlađan steinbít. Ástćđan var sú ađ ég hafđi aldrei heyrt á ţessa verkun steinbíts minnst fyrr en ég kynnist miklum öndvegismanni hér fyrir vestan.

Og í gćr var hann borinn til grafar hann Kjartan Sigmundsson. Viđ kynntumst niđur á bryggju ţar sem hann stóđ viđ löndunarkranann og ađstođađi son sinn viđ löndun. Og ţar áttum viđ oft eftir ađ hittast og spjalla saman um daginn og veginn. Og frá mörgu hafđi hann ađ segja hann Kjartan - enda upplifađ meira á sinni löngu ćfi en flestir okkar hinna munum líklegast nokkurn tímann gera.

Ég hafđi óskaplega gaman af ađ spjalla viđ Kjartan og hlakka mikiđ til ţegar ćviminningarnar verđa komnar á prent en mér er tjáđ ađ veriđ sé ađ klára ţau skrif. Hann ku ţó hafa ćtlađ sér ađ bíđa međ brottförina ţangađ til bókin vćri komin út - en eins og hann sagđi mér ţá hafđi hann um árabil veriđ ađ punkta hjá sér minningarbrot. Og ţađ er vel. Okkur er nefnilega mikilvćgt ađ fćrt sé í letur frásagnir slíkra manna. Sem byggt hafa landiđ og lagt grunninn ađ ţví sem viđ ungafólkiđ í dag tökum sem gefnum hlut.

Ţađ var svo einn góđviđrisdag ađ ég skrapp međ honum í hjallann viđ Hnífsdalsveginn og fylgdist međ honum hengja upp kúlađan steinbít - sem nafninu á blogginu sló ţessu niđur í huga. Ţetta var nafniđ. 

Kúlađur steinbítur er nefnilega eins Vestfirskt og hćgt er. Alveg eins og Kjartan heitinn. Ég er ţakklátur fyrir ađ hafa fengiđ ađ smakka hjá honum svartfuglsegg og fyrir stundirnar á bryggjunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún Jónsdóttir

Góđ orđ hjá ţér um góđan mann. Hann Kjartan vinur minn var svo sannarlega Vestfirskur í húđ og hár. Ţessi skemmtilegi mađur sem lent hefur í svo mörgum háska ađ hann orđađi ţađ ţannig ađ hann ćtti fleiri líf en kötturinn. Hlakka til ţegar minningarbrotin hjá honum koma út ţví Kjartan bjó yfir skemmtilegri frásagnargáfu um stađhćtti, menn og málefni liđinna tíma.

Guđrún Jónsdóttir, 29.6.2009 kl. 10:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband