D - hrellimeistarinn.... - uppskriftin að góðri spennumynd? uhu...NEI!

Þegar ég var gutti þá var aðal málið að vondi kallinn væri nógu andskoti vondur. Helst svo vondur að allir væru skíthræddir við hann og ekki síst við félagarnir sem fórum að sjá hann í bíó - svona nánast í lifanda lífi - ekkert DVD eða vídeó.

Að vísu var sagan alltaf svipuð og auðvitað vissum við að á endanum yrði sá vondi drepinn. En það sem gerði þetta spennandi var að yfirleitt gekk illa að drepa kauða - hann stóð jafnan upp aftur og gerði nýja atlögu að góðu gæjunum - sætu stelpunni - sem reyndar okkur fannst ofaukið í slíkum karlamyndum.

Svo fóru myndirnar að breytast og verða menningarlegri. Fjölluðu á stundum bara alls ekkert um neitt spennandi - meira svona hversdags bull og kjaftæði. Enginn drepinn fyrir hlé - eða hálfleik einsog við kölluðum þetta á Akureyri - allir blaðrandi eftir hlé og svo var myndin búin.

Gömlu góðu myndirnar fengu stimpilinn B. Þóttu semsagt ekki nógu "góðar" - engar Ingimar Bergman myndir.

En sem betur fer eru ennþá til alvöru menn sem ekki gefast upp - halda áfram að hræða og skelfa - sumir drepa á meðan aðrir láta sér nægja að hrella.

Stallone er dæmi um slíkan gæja - A maður með alvöru vöðva sem hikar ekki við að stúta fullt af liði fyrir hálfleik - og maður úðar í sig poppkorni á meðan! Magnaður andskoti sem gefst ekki upp standandi á sextugu.

Við Íslendingarnir erum hinsvegar með einn - hann er meira svona B...eða í raun og veru D! Sá er ekki með vöðva og sólbrúnan kropp - nei bara með skvap og úfinn lubba - hrellandi mann og annan - sem endar með því að á okkur eru sett terroristalög! Og það er sama hvað á hann er baunað - hve oft maður heldur að hann gefist upp - alltaf rís hann upp á ný - með nýja hrelli! Sannkallaður D-hrellimeistari!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið déskoti er maðurinn með mikinn sjarma, það bölva honum allir, flestir viljja hann burt nema einn, en áfram situr hann. Hann er eins og Castro hann fer þegar hann er d eða kominn á grafarb

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband