Við berum öll ábyrgð - og við almenningur þessa lands viljum axla þá ábyrgð með kosningum strax á næsta ári!

Að Samfylkingin og stjórnarandstaðan segja: Þetta er ekki okkur að kenna - ástandið er þeim að kenna sem voru í ríkisstjórn!

Málið er að þetta er okkur öllum að kenna. Okkur sem kusum þetta fólk til stjórnar - kusum þetta fólk á Alþingi - og okkur hinum sem gerðum ekki frekari kröfur um að málum væri stjórnað á betri hátt. Þetta er okkur öllum að kenna. Öllum

Og enginn vill taka ábyrgð nema við almenningur - og það gerum við með því að mótmæla og krefjast þess að úr þessu sé bætt. Og Davíð básúnar syndugur selurinn og Geir hegðar sér trúður þegar hann passar og ver helvítis bullið í Davíð Oddsyni - og það gerir hann með kjafti og klóm á meðan Ingibjörg segist ekki bera ábyrgð á neinu á fjölmennum hallelúja fundi Samfylkingar.

En enginn hlustar á almenning þessa lands sem krefst þess að bera ábyrgð og gera það eina sem hægt er - hreinsa út og kjósa á ný. Annað er bara ekki í stöðunni - fólk hlýtur að sjá það. Ekki endilega strax en á næsta ári. Og þá munum við Íslendingar svo sannarlega taka okkar ábyrgð og velja rétt.

Það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ábyrgð okkar liggur ekki síst í því að við sváfum á verðinum, fylgdumst ekki nógu vel með hvað hinir háu herrar í stjórninni voru að makka og létum þá ekki finna að verið væri að fylgjast með þeim. Svo finnst mér líklegt að vandann megi rekja aftur til þess er bankarnir voru einkavæddir og reglunum var breytt aftur og aftur til að þóknast fáum auðmönnum. Þá fór allt úr böndunum. Athyglisverðir þættirnir hans Hjálmars Sveinssonar, Krossgötur en undanfarið hefur hann fjallað nokkuð ítarlega um hvernig braskararnir gátu beygt bæjar og borgaryfirvöld til að breyta gildandi skipulagi æ ofaní æ. Hér á höfuðborgarsvæðinu voru stjórnendur bæjarfélaga í gríðarlegir pissukeppni um hver gæti skipulagt stærri og fleiri ný hverfi. Nú er tækifæri á að beina sjónum að sameiningu sveitarfélaga á þessu svæði en ekki í dreifðari byggðum þar sem ávinningurinn er mun minni.

Ásdís (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:01

2 identicon

Tek undir með þér.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ef þú kallar þessa sjálfvorkunsömu fórnarlambsstellingar sem að þjóðin er í að taka ábyrgð þá þú um það. Ég kalla þetta fólk sem að vorkennir sjálfum sér svo óskaplega af því að stjórnmálamennirnir séu svo vondir við þá.

Jóhann Pétur Pétursson, 23.11.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband