"Hálfvitana heim"

Ýmislegt hefur á gengið og margt verið rætt. Hér á ég auðvitað við kvótaniðurskurð - mótvægisaðgerðir og störf án staðsetningar.

Verð að viðurkenna að ég skil sumt af þessu ekki. Hvað þýðir þetta "mótvægisaðgerðir"....eða starf án staðsetningar....?

Og svo þetta með fiskifræðingana. Þeim er ýmist úthúðað fyrir heimsku og slæleg vinnubrögð eða þá að þeir fá hrós og klapp á bakið og fræðin sem þeir predíka rómuð.

Allir urðu vitlausir þegar loðnan fannst ekki - fiskifræðingarnir eru bara "hálfvitar" sögðu sumir...... - ráðherra bannaði veiðar - svo fundu þeir loðnuna og þá urðu allir hamingjusamir og meira að segja fiskifræðingarnir fengu hrós - flott hjá ráðherra að fara að þeirra ráðum.....að hlusta á fræðingana...og menn tóku "Ragnar Reykás"...snérust í hringi með skoðanir.

Og nú eru þeir að verða einhver eftirsóttasta starfsstétt landsins - allir vilja fá'ðá þó enginn vilji hlustá´ðá - nema stundum.

Og maður spyr sig - hvert fara þeir...hvar munu þeir enda. Sumir segja Vestur - aðrir segja til Eyja og enn aðrir segja þá verða um kjurrt fyrir sunnan.

Nýjasta útspilið er svo hjá sveitarstýru fyrir Austan - hún vill þá þangað. Og hver eru rökin....? Jú, flestir fiskifræðingarnir eiga ættir að rekja Austur......EIGA ÆTTIR AÐ REKJA AUSTUR. Þeir semsagt eiga að koma heim - römm er sú taug.....átthagafjötrarnir eru vandleystir....já fólk gleymir...

Já - nú setja Austfirðingarnir upp söfnunarbauka sem á stendur "hálfvitana heim".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er eins og með strákana ;okkar;.  Kannske verður óskað eftir okkur norður einhvern tímann

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

HAFRÓ er búin að sanna að fyrir löngu að þeir eru ónauðsynlegir. Á sama hátt og "fármálsérfræðingar" reiknuðu skatt u.þ.b.  rúmlega 200 milljarða í skuldum 'íslands við útlönd.

HAFRÓ er líka búin að fá einhver "dularfull völd" sem gerir það af verkum að meðan þingmenn Alþingis (sem mæta þá í vinnuna) þrasa sig hásan um jakkaföt sem voru keypt á fátæka Alþingismenn, labba 2 stk. "vísindasnúðar" til Ráðherra sem stoppar allan íslenska loðnuflotann með einu pennastriki!.

Ekki ein einasta umræða á Alþingi áður en það var gert. Svo fóru hinir Ráðherrarnir að skammast í honum svo hann vaknaði úr "dáleiðsluáhrifum" galdrakallana í HAFRÓ, fundu þeir loðnu í hvelli og leiðréttu mistökinn.

Fyrir utan þessar s.k. mælingar HAFRÓ sem er svipuð aðfer og að mæla vatnsmagn þingvallavatns með matskeið og setja síðan "árangur" dagsverksins í tölvuforit sem þeir nota, eru rök þeirra á sama stigi eins og hagfræðingarnir, sem treysta veðurstofunni 100%, pissa úti eftir spám veðurrsins og breytir það engu þó þeir fái síðan hlandið úr sjálfum sér beint í andlitið.

Vísindi eru vísindi, hvað svo sem duttlungar náttúrunnar segja er mottó HAFRÓ.

Ég legg til að leggja niður HAFRÓ, skaffa spákúlu handa Sjávarútvegmálaráðherra eða ráða stjörnuspeking í mælingarnar, því það yrði ódýrara og kannski miklu raunhæfara.

Við vitum meira um tunglið en hvað er að gerast í hafinu innan eigin lögsögu kring um landið.

HAFRÓ veit þetta líklegast en allir vilja hafa þægileg embætti, og nú erum með komnir með eitt trúðaembættið í viðbót, sem lætur sér ekki bara nægja að hafa laun, heldur vilja þeir líka fá að ráða stjórn allra útgerðarmanna í landinu líka. Kallast þetta fyribæri valdagræðgi.

það er góð hugmynd að þeir fari norður og síðan strax niður. Og sem allra lengst niður. Já, ég held að þetta sé góð hugmynd. Mér líst best á að þeir fari norður og niður sem fljótast. Þeir eiga ekkert erindi Austur alavega.

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband