Skugga-Sveinn á fjölunum fyrir Vestan. Litli Leikklúbburinn með metnaðarfulla sýningu á haustdögum.

Ekki veit ég hvort að tilviljun ein réð því að ég var fenginn til að koma á eina æfingu með Litla Leikklúbbnum (LL) á Ísafirði og lesa hlutverk "Jóns sterka" í Skugga Sveini - en það sumsé gerðist og nú er ég "orðinn Jón sterki...".

Aldrei, aldrei fyrr hef ég nálægt leikhúsi komið - í það minnsta ekki baksviðs né á sviði. En nú er ég sem sagt kominn í hlutverk í Skugga Sveini sem LL er að setja upp undir stjórn konu minnar Hrafnhildar Hafberg.

"Nú,nú - seisei, varla hefur það verið mikil breyting" segja sumir, "þú ert líklega undir sömu stjórn á æfingum líkt og heimavið". Og auðvitað er það rétt. En munurinn er bara sá að nú býr aumingjans Hrafnhildur með okkur báðum.... "Jóni sterka og mér" - eins og það hafi nú ekki verið nóg að búa með mér einum - þó ég sé ekki ýmist staddur á "grasafjalli að gutla við grefils fitl í sólskyninu" eða "að berja danskinn á Bakkanum" líka líkt og Jón sterki......

En Jón Sterki er skemmtilegur karl, þó mestur sé hann í kjaftinum - eins og Sigurður á Dal bendir réttilega á í leikritinu. Hann er hrokagikkur hinn mesti - lítur stórt á sig - og rífur kjaft við menn og málleysingja. En þegar á hólminn er komið þá.....

Já - ég held að þetta verði hin mesta skemmtun. Og upplifunin að fá að taka þátt í þessu felst ekki síst í því að maður fær nýja sýn á hið hversdagslega - þ.e. samferðafólkið. Í hlutverkunum eru nefnilega einstaklingar sem maður á förnum vegi þekkir sem sjúkrafluttningamann - bóksala -  tölvunörda og guð má vita hvað. Skemmtilegur hópur sem umbreytist í útilegumenn - lögréttu og sýslumenn - bændur og búalið. Meira að segja Hólasveinar eru þarna komnir ljóslifandi og syngjandi í þokkabót! Já, það er ekki amalegt að vera með kennslustöðu við Hólaskóla og kynnast þeim Hólasveinum eins og þér létu hér á árum áður - syngjandi glaðir og kokhraustir - eða eru þeir kannski ennþá svona....?

Leikmyndin mun vekja eftirtekt enda um nýstárlega hugmynd að ræða sem miðar að því að heiðra minningu Sigurðar málara Péturssonar - skemmtileg útfærsla hjá honum "Jóni Sigurpáls vip.hon.art." Já hún á eftir að koma skemmtilega á óvart þessi sýning.

Það passar vel að sýna Skugga Svein í nýopnuðu Edinborgarhúsinu eftir miklar endurbætur - stórglæsilegum húsakynnum LL - en þegar húsið var opnað á sínum tíma var það einmitt Skugga Sveinn sem var fyrsta sýningin.

Nú er bara að sjá hvort fólk mæti..... en frumsýningin er 17. nóvember....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Þú ættir þá að fara létt með han Jón ;)

Leitt að geta ekki séð þetta hjá ykkur. Nema auðvitað að þið séuð með sýningu á tímabilinu 30. des - 4 jan?

Ársæll Níelsson, 10.11.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

þetta er snilld, njóttu þess bara að geta valið hvor þú ert þennan og hinn daginn - konan ræður vel við báða ...

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 14.11.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband