Guð eða gen?

Ég las áhugavert viðtal hér um daginn við guðsmanninn að norðan - hann Vörð Traustason. Sem eitt sinn var lögga og er nú sálgæslumaður. Og nú fullyrðir guðsmaðurinn að samkynhneigð sé í raun villa - kynvilla. Þetta sagði hann í viðtali við DV og ekki lýgur guðsmaðurinn og því síður DV.

Hann fullyrti jafnframt að hægt sé að meðhöndla þennan kvilla og það sé í raun ekki við aumingjana sjálfa að sakast heldur umhverfið. Já, það þýðir væntanlega að ekkert þýði að fara til Kára á díkód og kanna hverjar líkurnar séu á að maður komi út úr skápnum - þó síðar verði. Nei, málið sé að setjast niður með guðsmanninum - fá andlega hjálp og sjá að sér - hætta þessari vitleysu og taka sig á. Batnandi mönnum sé best að lifa og spila nú með réttu liði það sem eftir lifir leiks.

Mikið óskaplega hlýtur að vera auðvelt að lifa svona einföldu lífi - að allt sem maður gerir og allt sem maður fer sé á guðs vegum. Guðsmaðurinn fór meira að segja til Noregs að beiðni guðs sjálfs. Ég hef þó óljósan grun um að hann hafi eitthvað misskilið - að guð hafi einfaldlega sagt við hann "Vörður, its my way or Norway".

En Kári segir annað - og þeir sem eru skíthræddir við að verða öfugir geta brátt látið leita að geninu villta - fá líklegast einskonar gaycode.

Og skildu lesbíur vera "konur með sveins-próf"?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gunnar í Krossinum gefur sig út fyrir að vera sérfræðing í að afhomma kynvilta karlmenn. Hvernig sem á því stendur þá hef ég aldrei heyrt Gunnar hafa orð á lesbísku ?

Níels A. Ársælsson., 3.10.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband