Pólítíska argaþrasið fyrir Vestan.

Nú ganga hnútuköstin á víxl - allir vilja eigna sér málefnalega umræðu en enginn kannast við að taka þátt í pólítísku argaþrasi - enda allir að vinna við að bjarga Vestfjörðum. Það er auðvitað gott að menn leggi sitt af mörkum í þeim efnum. Hvort sem það er á borgarafundi í Hömrum þar sem sjálfstæðismenn sáu sér ekki fært að mæta -en aðrir stjórnmálaflokkar mættu í staðinn. Stundum er það bara svo - en um það snýst náttúrlega ekki þetta mál.

Málið snýst um lausnir. Lausnir á vanda Vestfjarða og á tímum fjarnáms þá ættu þeir sem ekki mættu vel að geta unnið vinnuna annarstaðar. Ég mun í það minnsta ekki kjósa þann er þrasar mest - ég mun kjósa þann er gerir best.

Ég talaði á fundinum - ekki sem pólítískt valinn maður - ég talaði vegna þess að ég sé möguleika hér fyrir Vestan - möguleika sem menn eiga að koma sér saman um að nýta - möguleika sem ýtt var úr vör m.a. af ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki. Ekki má gleyma því. En auðvitað hefðu ráðherrar úr öðrum flokkum gert hið sama ef þeir hefðu verið við völd - ekki spurning - enda framtíða Vestfjarða málefni sem ekki á að kafna í pólítísku argaþrasi.

Gerum eins og hinn ágæti maður Einar Hreinsson benti á: "förum heim að læra" og komum með lausnir. En þangað til - hættum þessum pólítíska argaþrasi sem ENGU skilar fyrir framtíð Vestfjarða.

Það er mín skoðun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það þarf ekkert að þrasa um þetta. Málið snýst bara um eitt.

Níels A. Ársælsson., 6.4.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband