Ingibjörg Sólrún á skólabekk - fyrst fyrir Vestan og svo fyrir austan. Fyrst hjá Einari Hreins og svo hjá Monu Sahlin.

Sú ágæta kona Ingibjörg Sólrún var hér fyrir vestan um daginn. Daginn sem Vestfirðingar héldu íbúaþing á Ísafirði - reyndar grunar mig að íbúar Suðurfjarða hafi ekki komist enda eru engar samgöngur til Ísafjarðar - í það minnsta ekki á vetrarmánuðum. Og hvað gerðist á fundinum - jú hinn mæti maður sem ég hef aldrei áður séð æsa sig, nema rétt þegar hann þenur nikkuna, tók pólítíkusana á beinið og sendi þá svo heim að læra - að undirbúa sig fyrir næstu heimsókn - heimsóknina þegar lausnin verður með í farteskinu - í pokanum sem Samfylkingar-pokapresturinn lofaði að væri fullur af hugmyndum. Og ekki lýgur klerkur vænti ég.

En hvert fór svo Ingibjörg Sólrún að læra - ekki heim. Nei, hún fór heim í vöggu jafnaðarmanna - til Svíþjóðar. Þar ku lausnirnar vera og kennarinn engin önnur en Mona Sahlin, sú sem sagði af sér um árið - eða í það minnsta tók ekki við af Ingvari vegna þess að hún hafði keypt bleyjur fyrir börnin sín og borgað með opinberu fé - sem hún reyndar borgaði strax til baka - en það er ekki málið, heldur braut hún af sér og bar ábyrgð á gjörðum sínum. En hvað lærði Ingibjörg - rennum aðeins yfir helstu mál þeirra jafnaðarmanna í Svíaríki:

Mona Sahlin, klædd í svart og hvítt steig í pontu - byrjaði á að segja að líklegast hafi hún dansað aðeins og mikið í gær en í dag ætli hún að ræða framtíðina - og hver eru málefni framtíðarinnar - hvað er það sem Ingibjörg Sólrún er að nema á þingi Jafnaðarmanna í Svíþjóð - hvað á hún að taka með sér í nesti heim og nota í baráttunni við þursana til hægri.

Ég set umfjöllunina í númeraröð og í sömu röð og Mona í ræðunni sinni:

  1. Mikilvægi sterkra verkalýðsfélaga. Hún leggur ofuráherslu á að verkalýðsfélögin nái fram markmiðum sínum og standi saman í vörninni gegn hægrimönnum.
  2. Mikilvæg þess að efla flokkinn - að auka pólítíska forvitni - maður á ekki að vera með slæma samvisku þó að maður hafi áhuga á pólítík. Pólítík á að snúast um að vilja og hafa áhuga.
  3. OG ÞAÐ MIKILVÆGASTA: UMHVERFIÐ OG UMHVERFISMÁL. Umhverfismál og aftur umhverfismál. Ekki eru það álverin sem trufla samfylkinguna sænsku - nei, þeir horfa meira glóbalt á þetta allt og tala um vistvæna orkugjafa og að sjálfsögðu kemur upp talið um hlýnun jarðar.
  4. Svo koma málefni er lúta að fjármálastjórn landsins og atvinnuleysi - ennfremur að eyða launamisrétti og að gefa konum tækifæri í nútíma þjóðfélagi.
  5. Börnin og unga fólkið er ennfremur málefni sem skiptir Monu máli.
  6. Heilbrigðismálin og jafn réttur allra til almennrar heilbrigðisþjónustu. Mona leggur til að norska kerfið verði tekið til skoðunar í þeim efnum.
  7. Evrópumálin eru Monu hugleikin - enda sé Evrópusambandið mikilvægt sem mótvægi við Bandaríkin.
  8. Hjálparstarf - þá sérstaklega hjálparstarf í Afríku er nokkuð sem Mona vill efla.
  9. Að lokum ræðir Mona mál inflytjenda - nokkuð sem er ákaflega viðkvæmt og leggur Mona áherslu á að ræða þau málefni opinskátt svo að ekki grasseri flokkar líkt og Sverigedemokraterna sem ekki vilja sjá innflytjendur í Svíþjóð.

 

Og hér höfum helstu atriði úr ræðu Monu Sahlin, fyrstu ræðunni sem hún heldur sem nýr formaður sænskra jafnaðarmanna. Og er eitthvað í þessu sem við getum vænst að Ingibjörg Sólrún muni predíka í vor? Tja, ekki er minnst á byggðamál - ekki orð um barnabætur - ekki orð um málefni aldraðra - ekki orð um vandamál Vestfjarða eða líklega hefur Mona bara gleymt Vestfjörðum einsog íslensku pólítíkusarnir.

En ég bíð spenntur eftir að bera saman lista Monu og loforð og áherslur Ingibjargar Sólrúnar í vor. Ég hlakka líka til þegar bergmála fer í fjöllunum í sumar - þegar Ingibjörg og Steingrímur verða komin á fullt í gangnagerð hér fyrir Vestan - enda bæði dauðhneyksluð á aðgerðarleysi stjórnvalda.

En allt þetta og miklu meira þegar Ingibjörg kemur heim af námskeiðinu í Svíþjóð - námskeiðinu sem hún skráði sig sjálf á eftir Einar Hreins sendi hana heim til að læra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sveinbjörnsson

Ræða Monu Sahlin fær ekki margar stjörnur í sænsku fjölmiðlunum. Ræðan var svona í anda samfylkingarinnar, mest skítkast á ríkisstjórn reinfeldts, og það eina sem sænsku sossarnir sjá sem vandamál er að þeir skuli ekki sjálfir vera í stjórn. Ótrúlegt að sænsku sossarnir skuli ekki ná að hósta upp betri kandidat en einhverri konu sem var rekin úr stjórn fyrir að misnota kredittkort embættisins hvað eftir annað. Baðst reyndar afsökunar, sagðist ekki skilja hvernig svona kreditkort virkuðu. Fékk sér líka ráðgjafa til að annast fjármál hennar. Semsagt, hún Mona sat ekki á fyrsta bekk þegar vor Herra deildi út gáfunum til mannskeppnunnar.

Enn verri var lokaræða Göran Person sem nú ætlar að gerast bóndi og baða sig í öllum milljónunum sem hann skaffaði sjálfum sér sem pólitíkus. Gamall bitur (leiðinlegur) kall, sem er að skrifa bók sem á að koma út í haust og innihalda einhverjar glósur um "meinta" vini og vandamenn sem sviku hann i kosningunum.

Baldur Sveinbjörnsson, 18.3.2007 kl. 20:53

2 identicon

Djöfull getur þú verið vitlaus Tolli - alveg ótrúlegt

Björn Friðþjófsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband