Tryggingafélögin - alltaf er verið að mjólka....

Allveg er þetta magnað með tryggingafélögin og hve flink þau eru að blóðmjólka okkur bjálfana sem látum allt yfir okkur ganga.

Ég lenti í snjóflóði. Ekki þessum stóru sem valda manntjóni heldur einu af þessum pirrandi sem koma fram af húsþökum. Bílrúðan splundraðist og ég hafði sambandi við TM. Ekkert mál - talaðu við bílaverkstæðið - engar skýrslur og engin áhrif á bónusinn. Flott hugsaði ég - frábær þjónusta. Svo kom reikningurinn, og viti menn - mér var gert að greiða 10 prósent af heildarverði. Jahá, hljómar kannski ekki svo mikið - en í mínu tilfelli var heildarverðið tæpar 80 þúsund krónur. Og ekki nóg með það, bílaverkstæðinu var gert að rukka mig um þessi 10 prósent fyrir hönd TM....og ekki nóg með það heldur......þetta lækkaði ekkert VSK af reikningnum - hann var sem áður tæpar 80 þúsund. Þannig að dæmið lítur þannig út að ég borga inná þessar tæpar 80 þúsund, tæpar 8 þúsund (þ.e. 10 prósentin) en TM getur tekið VSK óskertan inní reksturinn - og fengið hann endurgreiddann?

Hvað á þetta að þýða? Maður spyr sig. Er ekki ráð að þetta sé skoðað eða er öllum skítsama um málið - ekki veit ég. Mér finnst í það minnsta óþolandi hvernig signt og heilagt er verið að naga af okkur meðaljónunum úti í bæ....Ekki keyri ég um á framrúðulausum bíl - í það minnsta hér fyrir Vestan þar enginn meðbyr virðist vera!

Það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það er opinbert leyndarmál að tryggingafélögin geta einhliða haft þetta eins og þeim sýnist og ákveðið jafnframt að hækka iðgjöld eftir hentugleikum án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Spurningin er því hvað getum við neytendur gert í þessu? Stofnað nýtt félag?

Vilborg Eggertsdóttir, 8.3.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband