Atkins, Ásmundur og Hollývúddpíurnar höfðu rétt fyrir sér!

Ný rannsókn sýnir að Atkinskúrinn er besta leiðin til að grenna sig. Úrtakið var 311 feitar kellur í Kaliforníu sem voru settar á mismunandi megrunarkúra. Nákvæmlega var fylgst með kellum og að lokum voru þær viktaðar. Reyndar fylgir ekki sögunni hvort að notast var við vog frá Marel?

Og viti menn, Ásmundur hafði rétt fyrir sér – Atkins kúrinn reyndist best, já svo mikið að þær léttust tvöfalt meira en hinar bollurnar! Urðu semsagt helmingi mjórri...

Þetta má lesa í Journal of the American Medical Association – og rannsóknin var framkvæmd við Stanford háskóla – þessum fræga.

En hvað fengu þá hinar? Jú, þær átu skv. því sem góðir næringafræðingar leggja til: færri hitaeiningar og stunduðu meiri hreyfing.

Spurningin er kannski sú hvort sú staðreynd að Catherine Zeta-Jones, Sarah Jessica Parker og Ásmundur eru á Atkins hafi spilað inní – tja ekki veit ég.

En út á hvað gengur Atkins kúrinn? Jú, að éta vel af próteinum og fitu – sleppa nánast allveg kolvetnum. Með því móti neyðist líkaminn til að brenna fitu. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Jú, þegar við reynum á okkur þá byrjum við á að brenna þeirri orku sem auðveldast er að brenna, nefninlega kolvetnunum – síðan þegar þau eru uppurin þá byrjar maður að brenna fitu og svo að lokum brennir maður próteinunum, vöðvunum. Semsagt, ef maður fær engin kolvetni þá gengur maður á spikið. Svo er nú það.

En, vandamálið sem þessu fylgir er sú staðreynd að heilinn sem er mjög orkufrekur brennir eingöngu kolvetnum og því getur að sjálfsögðu verið stórhættulegt að hætta allri kolvetnaneyslu. Það getur endað með ósköpum.

En hvaða kúrar eru í boði fyrir utan Atkins?

Ornish: Hámark 10% orkunnar skal koma úr fitu.

Learn: Byggir á Amerískum ráðleggingum um næringarþörf. Mikil hreyfing. 55-60% orkunnar skal vera á formi kolvetna. Hámark 10% úr mettaðri fitu.

Zone: Borða 40 % kolvetni, 40 % fitu
og 30 % prótein.

Og svo er það þessi gamla góða íslenska. Borða hollan og góðan íslenskan mat og labba í vinnuna í kulda og trekki – það segir Guðni, ekki er hann nú feitur. Og ég er sammála því. Langbest er að borða fjölbreytt – stunda hreyfingu og síðast en ekki síst, kaupa íslenskt – enda er ég þvengmjór og þreklega vaxinn.

Það er mín skoðun. Núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tolli minn, sé ekki betur en að þú hafir gleymt Vodkakúrnum, mæli með honum ef langlífis er ekki óskað.

kv.kikka 

kikka (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband