Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Morgunleikfimi á krepputímum.

Ekki veit ég hver er höfundurinn - en æfingin er góð!

 

 

Banka á brjóst sér, rétta úr handleggjunum og kreppa hnefann - banka, kreppa, banka,kreppa, banka, kreppa...

Bandit


"Pabbi: hvað er meira en milljarður - hvar eru allir peningarnir?" svo spyr sonur minn!

Nú er talað um upphæðir sem fæstir hafa nokkru sinni þurft að reyna að skilja. Hundruð og þúsundir milljarða króna - dollara - punda - evra....og rúbla!

Og hvernig á maður að útskýra þessa spurningu: "hvað er billjón mikið?" - er billjón yfirleitt til í íslensku máli ? og svo spurði sonurinn aftur "...hvaða tala er hærri en milljarður?" 

Og enn er spurt "hvar eru allir þessir peningar? Fólk lagði inn peninga á íslenska reikninga í útlöndum - hvar eru þessir peningar? Er búið að lána þá eða eru þeir búnir?"

Hverju á ég að svara? Ég spyr!


Hvað mun þetta hræðilega ástand taka mörg líf?

Mér er tjáð að staða fólks sé á stundum orðin svo alvarleg að viðkomandi sjái ekki nokkra vonarglætu og kjósi að enda líf sitt - falla fyrir eigin hendi. Að alda sjálfsvíga ríði nú yfir og þeim eigi eftir að fjölga.

Þetta hlýtur að vera dekksta hlið örlagateningsins. Og undirstrikar ábyrgð ríkisstjórnar og þeirra er fara með málefni okkar almennings. Og okkar hinna sem eigum að styðja við bakið á vinum og vandamönnum sem etv. hafa ratað í ógöngur - sem ekki þeim að kenna og þau gátu ekkert gert í.

Mér finnst nefnilega sjálfum að hálfgert ráðaleysi sé ráðandi - að það vanti festu og ákveðni í að leita leiða - frekar sé verið að bíða eftir því "hvað gerist"!

En eftir stendur að allt of langur tími hefur farið í þref um óþarfa hluti - í stað þess að leita strax eftir nauðsynlegum stuðningi - eða var allan tímann verið að því? Ég fékk aldrei þá tilfinningu þegar ég hlustaði á daglega blaðamannafundi Geirs og Björgvins - mér fannst þeir máttlitlir og ekki til þess fallnir að fylla okkur eldmóð - eitthvað vantaði.

Að vísu létti mér nokkuð að heyra í Geir á fundi þeirra Sjálfstæðismanna - þar var hann röggsamur og ákveðinn - fékk mann næstum til að trúa því að ekki yrði setið þegjandi undir ásökunum og aðgerðum BRETANNA. Það var gott. En kannski er auðveldara að tala við "sitt fólk" - þar sem allir eru sammála - styðja sinn mann.

Við erum lítil þjóð - sem því miður naut lífsins áhyggjulaus án þess að hugsa dæmið til enda - hafði gaman og barði sér á brjóst - launin voru veislur með fína fólkinu í útlöndum - partý á Bessastöðum og VIP miðar á leiki í ensku deildinni. Allt í boði bankans.....og á kostnað þjóðarinnar.

Nú er þetta búið. Búið. Nú þarf að taka til og gera það vel.

Jóhanna - Þinn tími er kominn!! Ég treysti því að þú látir ljós þitt skína - loksins þegar þú hefur tækifæri til!


Er þetta nóg?

Ég bara spyr...eru 4 milljarðar evra nægir peningar til að standa skil á þeim skuldahala sem útrásarmennirnir klipptu af sér og hentu um borð þjóðarskútuna?

Ef við á annað borð þurfum að leita hjálpar er þá ekki ráð að sú hjálp sé nægileg. Fyrir utan það að nú hlýtur að þurfa að taka til í stjórnkerfinu - duglega!

Það hlýtur að vera okkur Íslendingum ljóst að aldrei fyrr hefur verið eins augljóst að við verðum að styðja betur við grunninn í íslensku þjóðfélagi - sveitarfélögin þar sem fólk hefur unnið sína vinnu - án þess að taka þátt í geðveikislegu kapphlaupi Reykjavíkurbúa - bisnessmannanna!

Nú þarf að styðja við innlenda framleiðslu - íslenskan iðnað og þau fyrirtæki sem hann stunda og styðja - byggja upp á þeim grunni sem við höfum - á því sem við kunnum - styðja sjómenn - útgerð - landbúnað og ferðaþjónustu!

Er ekki tímabært að okkar ágæti sjávarútvegsráðherra taki af skarið og leggi verulega fjármuni í uppbyggingu og stuðning við þorskeldi í landinu - veiti verulega fjármuni til þeirrar uppbyggingu sem hefur farið fram úti á landsbyggðinni - þar sem fyrirtækin hafa lagt sig fram um að skapa ný tækifæri - án þess að þyggja fyrir ofurlaun og einkaþotur - án gylliboða og loforða - án skýjaborga....

Við verðum að byggja framtíðina á þeirri þekkingu og reynslu sem við höfum - nú er tækifæri og ég vona að ráðamenn missi ekki af því!

Tökum til og verum skynsöm.


mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"í lóðréttri kúlnahríð"

Mér fannst alltaf hjákátlegt málfarið hjá spekingunum sem í öllum uppganginum hættu að tala um milljónir en töluðu heldur um "kúlur". Við þessir óbreyttu skildum þetta vart og ég veit í raun ekki ennþá hvort ein kúla væri jafnt og ein milljón eða hundrað! Sem auðvitað segir sitt um málfarið hjá spekingunum.

Nú hinsvegar talar enginn um tapið í kúlum - nei nú tala allir um milljónir!! Og þessar milljónir eiga víst að greiðast af þeim sem aldrei skildu eða áttu kúlur!

 

Ja maður spyr sig. Það er slæmt að standa í "kúlnahríðinni" sem fellur lóðrétt á íbúa Íslands.


Góður framburður tungumáls skiptir öllu máli!

Já nú held ég að eitthvað hljóti að hafa skolast til í framburði Árna. Kannski er það ekki skrítið þar sem hann lærði jú í Skotlandi - og ekki eru Skotarnir sjálfir auðskiljanlegir - hvað þá há-norræn-skoska í öllu sínu veldi!

En þetta undirstrikar það sem ég lærði í Barnaskóla Íslands á Akureyri - hjá honum Björgvini Jörgens heitnum. En hann lagði ofuráherslu á að við töluðum rétt - fallega og rétt. Hann sagði okkur eftirfarandi sögu því til stuðnings: Eitt sinn vann hann sem ungur maður í byggingaiðnaði - var við steypuvinnu. Svo gerist það eitt sinni að Björgvin lendir undir fallandi járnfötu fullri af steypu. Höggið var gríðarlegt og hreinlega klauf höfuð Björgvins - sem þó hélt lífi og var fluttur þungt haldinn á spítala og fluttur með flugi til Kaupmannahafnar.

Og þá segist honum svo frá: "nú, þarna ligg ég með opið höfuðið aftur í sjúkrabílnum sem átti að hraða sér með mig á militær hospitalet" - "eftir skamma hríð spyr bílstjórinn konu mína hvert hafi nú aftur átt að fara með mig....og hún svarar á mjög bjagaðri dönsku - Nú, ég er þarna liggjandi með opið höfuðið en sé nú samt að bílstjórinn er að fara einhverja bölvaða vitleysu - og því reysi ég mig upp og segi á fullkominni dönsku unskyld....jæg skal paa miltær hospitalet!! og þá auðvitað rataði bílstjórinn rétta leið - og það varð mér til lífs...!

já svona skiptir nú framburðurinn miklu máli!!"

Já - Árni hefði betur æft sig í enskunni!!


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir rétta okkur hjálparhönd á erfiðum tímum!

Á erfiðum tímum taka frændur vorir höndum saman og aðstoða okkur Íslendinga.

Dæmi nú hver fyrir sig.

 


Kommúnistinn bjargar kapítalismanum...

Áhugaverð er umræðan um hverjum sé um að kenna að Ísland sé nú á barmi gjaldþrots. Í umræðunni lærir maður ýmislegt nýtt - ný hugtök líta dagsins ljós. Hér á ég við t.d. hugtakið "árangurstengd laun" eða "árangurstengdar greiðslur" sem eru svo vinsælar hjá stjórunum. Ég í einfeldni minni hélt að hér væri um að ræða eitthvað sem tengdist árangri í þá átt að efla viðkomandi fyrirtæki?!

En svo virðist ekki vera. Ekki í bisness heimum.

Svo er það pólitíkin. Nú hefur Hannes Hólmsteinn útskýrt fyrir mér að kapítalismi og kapítalistar séu tvennt ólíkt - líklegast eins og "bíll og bílstjóri". Íslenska þjóðin er þá "bíllinn" en bankagaurarnir - ofurlaunaliðið "bílstjórarnir". Svo klessa þeir á og allt fer í steik. Þá eru þeir semsagt búnir að stórlaska bílinn.

Nú, ég sé ekki betur en að með því að leita til Rússanna þá séu við að leita okkur að nýjum "bílstjórum" - semsagt að "kommúnistarnir ætli að bjarga kapítalismanum" -

Er þetta ekki dálítið öfugsnúið? Monnípeningarnir koma frá "samyrkjubúunum" til að smyrja vélar "auðvaldsins".

Tja - kannski er maður bara svona vitlaus. Hvað veit ég - ég hafði aldrei "vit" á að fjárfesta í hlutabréfum.....

ps. næst þegar ég fæ gluggapóst frá Glitni og Landsbankanum þá ætla ég beint upp í næsta útibú og segja sisona "hurru góði - gerðu bara sjálfur upp þínar skuldir áður en þú rukkar mig"..... eða þannig WinkWhistling

 


Stjórnarformaður Kaupþings túrverðugur í Kastljósi!

schimpans448

NOT!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband