Hvernig ert þú frá náttúrunnar hendi?

murr-kjotaetur_dv_270211 (2)

Hundar og kettir eru kjötætur frá náttúrunnar hendi - það er sama hvað okkur finnst - það er staðreynd sem enginn fær breytt!

Þessvegna á að gefa þeim fóður sem unnið er með það að leiðarljósi!

Murr fóður er framleitt úr hágæða íslensku kjöti og sláturafurðum - sérvalið hráefni sem uppfyllir kröfur til manneldis. Enda hví ætti maður ekki að vilja hugsa vel um dýrin sín?

Veldu íslenska gæða framleiðslu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Að framleiða dýrafóður úr sláturafurðum er auðvitað hitt besta mál. Við hér á landi erum því miður ennþá í fyrsta bekk hvað nýting hráefna snertir. Við getum gert mikið meira verðmæti úr því.

Úrsúla Jünemann, 28.2.2011 kl. 17:38

2 identicon

Hið besta mál að að nýta íslenskar afurðir, ekkert nema gott um það að segja :D.  En, vil benda á grundvallarmisskilning.. hundar eru ekki kjötætur, þ.e. carnivore, þeir eru eins og t.d. úlfar, alætur, þ.e. omnivore.  Sé fylgst með úlfum eða hundum með nýunna bráð, þá er ætíð byrjað á kviðnum, og innihald magans er étið.  Fórnarlömbin eru nær undantekningalaust grasætur.  Hvað segir það okkur?  Þeir eru tækifærissinnar, þess vegna komast þeir af.

Hundar hafa líka í gegnum aldirnar verið aldir á "green tripe" sem er einfaldlega hálfmelt innihald vambarinnar hjá grasbít.. auk vambarinnar að sjálfsögðu. 

Það er bókstaflega allt nýtt hér á þessu heimili, nema soðin/steikt bein.  Og það sem fer ekki í hundana fer í haughænsnin..  svo kemur köttur nágrannans og rífur sundur pokann með soðnu beinunum. En.. það er vandamál grannans  þegar hann fær í magann ;)

Sigurlaug Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband