Aðeins til að byrja með..

Þú ert búinn að segja þetta svona tíusinnum. Sagði konan mín. Ég var að spá í hvernig texta mig langaði að skrifa – á bloggið – aftur. Kúlaðursteinbítur.

Mig er nefninlega farið að klæja í að skrifa aftur. Skrifa.

Málið með mig er auðvitað það að ég nýti mér allt sem ég lærði í mínum uppvexti. Ég semsagt geri ekkert sem pirrar syni mína – Hilmi eða Ísak – eins og ég þurfti að upplifa endalaust af hendi föður míns. Hann var til dæmis endalaust að hringja í mig – spyrja hvernig ég hefði það – hvort mig vantaði eithvað – pening? Fullkomlega vonlaust...verandi loks fluttur að heiman (þægilegt eftir nokkur ár að heiman).

Nei – svona er ég ekki. En auðvitað hringi ég í drengina – mína. Spyr hvernig þeir hafi það. Vantar þá eithvað ...kannski pening? Hvað veit ég...?

Ég skil samt ekki að þeir segja báðir við mig...“pabbi....“ – já hvað þýðir það – ég hringi nú ekki alltaf í þá – í það minnsta ekki oftar en nokkrum sinnum í viku....

Eða?


Komið þið sæl.

Þegar ég var að alast upp var mér kennt að vera ávalt í hreinni brók. Mamma orðaði það svo „ef þú þarft á sjúkrahús þá vilja hjúkkurnar ekki þurfa að taka þig úr skítugri brók“. Það þótti mér fallegt.

Ég er að ég held í hreinni brók og þessvegna.... ætla ég að ....

að fjalla um ýmislegt og segja sögur. Jafnvel af honum afa mínum eða það sem þarf etv að halda enn betur til haga – hvernig það var að alast upp á Akureyri – búa lengi í útlöndum – koma heim og flytja aftur ut....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband