Illugi Gunnarsson - ódæll með selsaugu - fyrirgefið mér!

Eins og rassskelltur strákskratti kom hann í Silfur Egils. Sat þar teinréttur og stífur án nokkurs áhuga og glampa í augunum. Sagðist vilja skoða aðkomu að ESB - spyrja þjóðina. Vera með og taka þátt. Vera eins og hinir nútíma stjórnmálamennirnir. Hafði þó greinilega brotið af sér - var þarna að stelast - án leyfis Davíðs og í óþökk.

Lét eins og þjóðin væri vonandi búin að gleyma tengslum við Glitni. 

Já ræfils Illugi.

Og allt sem hann langaði að segja en þorði ekki var " fyrirgefið mér - ég starfa ekki af sjálfsdáðum - mig langar að vera með áfram - ég er góður maður - Davíð er bara svo strangur við mig". 

Já ræfils Illugi. Ég fyrirgef þér - gef þér annan séns. Finndu þér vinnu við hæfi og til þess hefur þú stuðning minn.

Bestu kveðjur og gleðileg jól,

Tolli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

góður

Jón Snæbjörnsson, 14.12.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Rætið og ómálefnalegt. En það er í tísku núna.

Sveinn Tryggvason, 14.12.2008 kl. 17:46

3 identicon

Nú er það harkan

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Magnað hve hægt er að tönglast á tengingu hans við Sjóð 9.  Tapaðir þú peningum þar?  Ertu að gera hann persónulega ábyrgan fyrir því?

Þú ert greinilega í hópi þeirra sem aðhyllast móðursýki og upphrópunum þessa dagana.

Guðmundur Björn, 14.12.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: haraldurhar

   Ef sjóður 9. hefur brotið auglýsta fjáfestinarstefnu, þá er Illugi í þeirri stöðu að hann verður að segja af sér, og jafnvel taka út dóm fyrir sjórnarsetu í sjóðnum.

haraldurhar, 14.12.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég ætlaði að spyrja þig Þorleifur, hvort þessi pistill ætti að vera um pólitík, en geri frekar orð Sveins Tryggvasonar að mínum.

... en má til með að bæta við: Aumkunarvert hjá þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 02:12

7 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Gott er að fá viðbrögð og sjá að ekki er öllum sama. En ég nota orð Davíðs Oddsonar þegar ég segið "að ég hefði satt að segja búist við fleiri mótmælum " eða kommentum þar sem um einn af ungu arftökunum í flokknum er að ræða! Kannski er málið það þeir sem hafa verði "fastir í flokksdráttum" eru nú hræddir um að missa af lestinni? Íllugi er einn af þeim.

Hinsvegar hefur hann margt til brunns að bera - en það kom ekki fram í þessu viðtali við Egil - og það er þetta viðtal sem ég er að tala um - svo að ég samþykki nú ekki að þetta sé "rætið".....

Þorleifur Ágústsson, 15.12.2008 kl. 09:25

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Haraldurhar:  Sem stjórnarmaður fær hann væntanlega upplýsingar frá bankastjórn og eignastýringu bankans.  Þ.a.l. getur verið að hann hafi ekki haft hugmynd um að auglýst fjárfestingastefna væri ekki hin rétta.

Að stjórnarmenn í fjárfestingasjóðum bankana eigi að hljóta dóm finnst mér dálítið hart, þar sem það er væntanlega bankastjórnin sem ber höfuðábyrgina á þessu.

Viltu að Illugi fái dóm af því að hann er ekki í þínum flokki og þér að skapi, eða vegna þess að hann treysti á upplýsingar frá bankastjórninni og eignastýringunni?

Guðmundur Björn, 15.12.2008 kl. 14:32

9 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Eigum við ekki að vona að allir fái réttláta meðferð. Ég geri því nú ekki skóna að Íllugi sé að gera eithvað misjafnt - alls ekki. En öll tengsl eru slæm á þessum tímum og gott að gera hreint fyrir sínum dyrum. Mér finnst það miklir öfgar að ráðast í úthrópanir og þaðan af verra.

En ég var að túlka mína upplifun af þessu viðtali Egils við Ílluga - ekkert annað.

Þorleifur Ágústsson, 15.12.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband