Íslenskt var það heillin.... hollt og gott!

Það verður að segjast eins og er - það er gaman að fá skemmtilegar fréttir af ánægðum kúnnum!

Nú er Murr búið að starfa í rúmlega ár - ár sem hefur einkennst af spennandi verkefnum og á þeim tíma höfum við lagt metnað okkar í að framleiða hágæða fóður sem svo sannarlega er búið að sanna sig - fullkomin samsetning án aukaefna!

Bragð og gæði fara saman - enda fáum við fjöldann allan af skeytum frá ánægðum kaupendum - og læt ég fylgja hér eitt frá henni Kleopötru -

Kleopatra á steininumTakk fyrir mig...

 

"Stelpan" mín er svo kurteis og lítilát að ef hún ætlar út á svalir verður að opna dyrnar fyrir hana hún ýtir ekki á dyrnar til að opna.

Og það er sama með matinn, hún er mötuð eða það er sett í dallinn hennar, og þá borðar hún, en að hún sæki mat upp á borð er ekki til í dæminu.

Nema í gær þá hafði vinkona komið í heimsókn til ömmu og sett hundanammi í kristalsskál á sófaborðinu. Þetta var þurrkuð lifur og nautastangir til að naga og mín stóðst ekki þessa frábæru lykt og sótti sér bæði lifur og nautastöng....nammi namm..

Það var dundað við að naga og smjatta í langan tíma...

Við þökkum fyrir okkur og eigum ábyggilega eftir að smakka meira af þessu í framtíðinni....

Kleopatra Havsteen Guðjónsdóttir  ( Celo ) sjá mynd

já - það er gaman að fá svona skemmtilegar fréttir - og við hjá Murr þökkum fyrir!¨

 Murr framleiðir hágæða fóður fyrir ketti og hunda - úr íslensku hráefni !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband